Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 157

Andvari - 01.01.1992, Page 157
ANDVARI ÍSLAND OG „EVRÓPUSAMRUNI“ MIÐALDA 155 oss.“ Hér er sýnilega ekki átt við að jarlinn tryggi almennan frið, heldur að hann fari sjálfur með friði í samskiptum við landsmenn; annars er hann ekki löglegt yfirvald. Og kynni ekki að vera sama hugsun á ferð þar sem friður er fyrst nefnd- ur í sáttmálanum, í fyrsta skilyrði íslendinga fyrir skattgjaldinu: „Hér í móti skal konungur láta oss ná friði og íslenskum lögum.“ Láta oss náfriði; táknar það að koma á friði í landinu, eða það eitt að samskipti konungs við landsmenn fari fram ofbeldislaust - og að íslenskum lögum? Gætum þess að konungur hafði sjálfur verið aðili að valdabaráttu umliðinna áratuga, og hann taldist enn eiga í illdeilum við einstaka framámenn í landinu, t.d. Sturlu skáld Þórðarson sem nú var fremstur af ætt Sturlunga.21 Það væri í samræmi við hina einstaklingsmiðuðu stjórnmálahugsun miðalda að setja skilmála um frið konungs við einstaka íslendinga. Hitt kom svo nokkru síðar, með nýjum lögbókum að norskri fyrirmynd, að ríkisvaldinu væri ætl- að að gæta friðar í landinu og hindra einkastríð höfðingja. Sú friðargæsla hefur sjálfsagt komið að notum, en þó var áfram talsvert um mannvíg, að einhverju leyti tengd valdabaráttu,22 og bæði á 14., 15. og 16. öld komu ófriðartímabil þegar einkaherir urðu valdatæki höfðingja, embættismanna, biskupa og erlendra kaupmanna. En það voru oftast fá- mennar sveitir vel búinna manna; því er stundum talað um sveinaöld, kennda við vopnaða „sveina“ höfðingjanna. Tími hinna miklu bændaherja var liðinn, en ekki var það alfarið að þakka friðsælla þjóðskipulagi, heldur var hertækni Sturlungaaldar orðin úrelt - hafði raunar verið furðu óbeysin, sýnist manni; liðið illa vopnað, lítt þjálfað og ómarkvisst stjórnað í mörg- um orustum. í útlöndum hafði þróun hertækni um skeið miðast mest við riddaralið og steinkastala, sem hvorugt var til á íslandi, en þegar íslending- ar kynntust nýrri hertækni fyrir fótgöngulið voru þeir fljótir að snúa baki við þjóðlegri arfleifð á því sviði, og hefur víst farið fé betra. VIII Auk þess sem Sturlungaöldin var öld ófriðar er jafnan talað um hana sem tíma mikillar siðspillingar. Arngrímur lærði var ekki myrkur í máli um of- beldi, rán, illvirki og blóðsúthellingar á nóttu og degi. Pá tók Sigurður Nor- dal góða rispu, einmitt í kaflanum sem hann lýsti sig síðar ósammála en tímdi þó ekki að breyta; og ég get ekki heldur stillt mig um að hafa hana hér eftir svolftið stytta:23 Fullkomið siðleysi: eiðrof, níðingsverk, grimmd, lausung, taumlaust sjálfræði og eig- ingirni í hvívetna - helzt í hendur við óeirðirnar. Siðleysið er ekki beint af þeim sprottið, né þær af því. En ófriðurinn og sundurlausn ríkisins gefa löstunum opinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.