Andvari - 01.01.1992, Qupperneq 157
ANDVARI
ÍSLAND OG „EVRÓPUSAMRUNI“ MIÐALDA
155
oss.“ Hér er sýnilega ekki átt við að jarlinn tryggi almennan frið, heldur að
hann fari sjálfur með friði í samskiptum við landsmenn; annars er hann
ekki löglegt yfirvald.
Og kynni ekki að vera sama hugsun á ferð þar sem friður er fyrst nefnd-
ur í sáttmálanum, í fyrsta skilyrði íslendinga fyrir skattgjaldinu: „Hér í
móti skal konungur láta oss ná friði og íslenskum lögum.“ Láta oss náfriði;
táknar það að koma á friði í landinu, eða það eitt að samskipti konungs við
landsmenn fari fram ofbeldislaust - og að íslenskum lögum? Gætum þess
að konungur hafði sjálfur verið aðili að valdabaráttu umliðinna áratuga, og
hann taldist enn eiga í illdeilum við einstaka framámenn í landinu, t.d.
Sturlu skáld Þórðarson sem nú var fremstur af ætt Sturlunga.21 Það væri í
samræmi við hina einstaklingsmiðuðu stjórnmálahugsun miðalda að setja
skilmála um frið konungs við einstaka íslendinga. Hitt kom svo nokkru
síðar, með nýjum lögbókum að norskri fyrirmynd, að ríkisvaldinu væri ætl-
að að gæta friðar í landinu og hindra einkastríð höfðingja.
Sú friðargæsla hefur sjálfsagt komið að notum, en þó var áfram talsvert
um mannvíg, að einhverju leyti tengd valdabaráttu,22 og bæði á 14., 15. og
16. öld komu ófriðartímabil þegar einkaherir urðu valdatæki höfðingja,
embættismanna, biskupa og erlendra kaupmanna. En það voru oftast fá-
mennar sveitir vel búinna manna; því er stundum talað um sveinaöld,
kennda við vopnaða „sveina“ höfðingjanna. Tími hinna miklu bændaherja
var liðinn, en ekki var það alfarið að þakka friðsælla þjóðskipulagi, heldur
var hertækni Sturlungaaldar orðin úrelt - hafði raunar verið furðu óbeysin,
sýnist manni; liðið illa vopnað, lítt þjálfað og ómarkvisst stjórnað í mörg-
um orustum. í útlöndum hafði þróun hertækni um skeið miðast mest við
riddaralið og steinkastala, sem hvorugt var til á íslandi, en þegar íslending-
ar kynntust nýrri hertækni fyrir fótgöngulið voru þeir fljótir að snúa baki
við þjóðlegri arfleifð á því sviði, og hefur víst farið fé betra.
VIII
Auk þess sem Sturlungaöldin var öld ófriðar er jafnan talað um hana sem
tíma mikillar siðspillingar. Arngrímur lærði var ekki myrkur í máli um of-
beldi, rán, illvirki og blóðsúthellingar á nóttu og degi. Pá tók Sigurður Nor-
dal góða rispu, einmitt í kaflanum sem hann lýsti sig síðar ósammála en
tímdi þó ekki að breyta; og ég get ekki heldur stillt mig um að hafa hana
hér eftir svolftið stytta:23
Fullkomið siðleysi: eiðrof, níðingsverk, grimmd, lausung, taumlaust sjálfræði og eig-
ingirni í hvívetna - helzt í hendur við óeirðirnar. Siðleysið er ekki beint af þeim
sprottið, né þær af því. En ófriðurinn og sundurlausn ríkisins gefa löstunum opinn