Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1992, Síða 178

Andvari - 01.01.1992, Síða 178
176 GUNNAR JÓHANNES ÁRNASON ANDVARI lætis og sannleika ofar lögmálum náttúrunnar. Stoðunum er kippt undan mannhyggju og þeirri heimssýn sem hefur manninn á stall. Kjarninn í því sem Páll og Grímur deila um í Sœlir eru einfaldir er hvort til sé sá mannsandi sem standi undir nafni, þ.e.a.s. tilheyri ekki efninu heldur sé andi sem lúti engu nema sjálfum sér. Báðir virðast gera ráð fyrir því að sjálfstæð og sjálfráð tilvera andans sé frumskilyrði fyrir að hægt sé að tala um algilt réttlæti, hvað þá líf eftir þetta líf. Ef ekki er hægt að gera greinarmun á efni og anda, þá er siðferði ekkert annað en skollaleikur. Vandinn er sá að ekki virðist hægt að koma heim og saman, annars veg- ar því að við höfum samvisku, hugsum skynsamlega og veljum rétt, og hins vegar því að heimurinn gengur ófrávíkjanlega fyrir lögmálum náttúrunnar þar sem allt er jafngilt. Hinn sjálfráði maður, sem er tilbúinn að fórna sér fyrir það sem hann trúir á, virðist ekki eiga heima í þessari veröld, en hann tilheyrir henni samt. Þetta er hinn heimspekilegi og trúarlegi vandi, en hinn mannlegi vandi, sem snertir daglegt líf, felst í þeirri vansæld, kvíða og efasemdum sem lífssýn tómhyggjunnar ýtir undir. Efasemdirnar naga Grím innan frá þangað til hann örvilnast og missir vitið. Hvaða lækning er til við slíkri meinsemd? Á henni er ekki hægt að ráða bót með því að beita fimum rökum og heimspekilegu tali. Það nægir ekki heldur að láta sem ekkert sé, líta bara á björtu hliðarnar á tilverunni og njóta lífsins á meðan tækifæri gefst. Heimurinn er ekkert endilega betri þótt við brosum framan í hann. Örvænting gagnvart illsku og miskunnarleysi heimsins er að sjálfsögðu ekki ný af nálinni og alls ekki bundin við okkar tímaskeið. í byrjun aldar- innar kom út athyglisverð bók eftir ameríska sálfræðinginn og heimspek- inginn William James, sem heitir á ensku Varieties of Religious Experience, eða Afbrigði trúarreynslu. Þar ræðir hann þá sálarþraut, James kallar það hugsýki, sem hrjáir þá sem finnst að heimsins böl, grimmd, óréttlæti og ekki síst dauðinn sjálfur, sé óræk staðfesting þess að allt sé unnið fyrir gíg, mannleg tilvera tilgangslaus þrautarganga, hvernig sem á hana er litið. Til að lýsa þessu hugarástandi vitnar hann meðal annars í rússneska rithöf- undinn Tolstoj sem átti í hræðilegri sálarkreppu í kringum fimmtugsaldur- inn og lýsir þeim hremmingum af mikilli andagift í Játningum sínum. Mig langar til að grípa niður í lýsingu Tolstojs til að gefa okkur innsýn inn í hugarástand sem skapast þegar líf einstaklings glatar allri merkingu sinni og ekkert virðist vera þess virði að lifa fyrir. Tolstoj lýsir því hvernig þær stundir komu þegar allt stöðvaðist, eins og hann vissi ekki lengur hvernig hann ætti að lifa, hvernig hann ætti að halda áfram. Spurningarnar af hverju, og hvað svo, tóku að ásækja hann. Eitt- hvað hafði gefið eftir og hann missti tökin. Allt átti þetta sér stað, segir hann, um það leyti sem allar ytri kringumstæður hans voru þannig að hann hefði átt að vera fullkomlega hamingjusamur. Hann var í ástsælu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.