Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 179

Andvari - 01.01.1992, Page 179
ANDVARI „PETTA LÍF VAR HANS" 177 hjónabandi, átti góð börn og stóra landareign. Hann naut virðingar og að- dáunar, nafn hans var frægt. Enda hafði hann skilað öfundsverðu ævistarfi. Hann var við góða heilsu, sterkur á sál og líkama. Hann naut, í stuttu máli, allra heimsins gæða, en þau voru honum samt einskis virði. Og hann segir sjálfur: En samt gat ég ekki gefið lífsstarfi mínu nokkra skynsamlega merkingu. Og það kom mér á óvart að ég skuli ekki hafa gert mér grein fyrir þessu frá upphafi. Hugarástand mitt var líkast því að einhver væri að hrekkja mig með illgjörnum og heimskum pretti. Maður getur aðeins lifað á meðan maður er í vímu, drukkinn af lífinu; en þeg- ar svo rennur af manni getur maður ekki komist hjá því að sjá að þetta er allt saman heimskulegt plat. Og í sannleika sagt er þetta hvorki fyndið né kjánalegt; það er grimmilegt og heimskulegt. í framhaldi af þessu segir Tolstoj sögu, sem bregður upp mynd af lífi mannsins sem er fullkomin andstæða við þá mynd sem við fáum í Aðventu. Ef Aðventa er plús póllinn þá er þessi saga mínus póllinn á sama ás. Það er til ævagömul saga frá Austurlöndum um ferðalang sem rekst á villidýr í eyði- mörkinni. Til að bjarga eigin skinni stekkur hann ofan í vatnslausan brunn; en á botni brunnsins bíður dreki með opið ginið reiðubúinn að gleypa hann með húð og hári. Og hinn ógæfusami maður grípur í runnagrein sem vex út um sprungu á brunn- veggnum, og þorir hvorki að skríða upp úr brunninum af ótta við villidýrið, né að láta sig falla ofan í brunninn beint í gin drekans. Hendur hans missa smám saman mátt og hann finnur að hann verður bráðum að sleppa takinu og gefa sig vísum ör- lögum á vald; en hann þraukar og sér tvær mýs, eina hvíta og aðra svarta, á iði í runnanum og eru þær að naga rætur hans. Ferðalangurinn sér þetta og veit að hann muni áreiðanlega farast; en þar sem hann hangir litur hann í kringum sig og kemur auga á nokkra dropa af hunangi á laufum runnans. Hann nær til þeirra með tungunni og sleikir þá af laufinu í sæluvímu. Þannig hangi ég á greinum lífsins, vitandi að dreki dauðans bíður mín reiðubúinn að rífa mig á hol, og ég get ekki skilið af hverju ég er gerður að píslarvotti á þennan hátt.8 Tolstoj er ekki að lýsa tiltekinni lífsskoðun, þetta er ekki ályktun sem hann hefur dregið að vel athuguðu máli. Pað er frekar eins og hann hafi vaknað upp og séð loks hina sönnu ásýnd heimsins, eftir að hafa lifað í blekkingu og einfeldni alla tíð. Hugarástand Tolstojs, og Gríms, er sjúklegt. Fæstir lenda í slíkum hremmingum, sem betur fer. Er því nokkur ástæða til að al- hæfa um hlutskipti mannsins út frá fáeinum afbrigðilegum einstaklingum? Við verðum að athuga að það sem skiptir máli, í þessu sambandi, eru ekki hin sjúklegu viðbrögð sem slík, heldur hitt, hvort örvæntingin eigi ein- hvern rétt á sér.9 Getum við í fullri hreinskilni sagt að við höfum ekki nokkra samúð með örvæntingu þeirra? Þótt við klöppum þeim á öxl og hughreystum þá með þeim orðum að fljótlega muni brá af þeim, mun það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.