Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1992, Side 181

Andvari - 01.01.1992, Side 181
ANDVARI „PETTA LÍF VAR HANS" 179 illvilja, smásálarskap, eigingirni, ósannsögli, ragmennsku og grimmd. (bls. 220) Aftur á móti birtist í Aðventu sú trú að í sinni tærustu mynd sé sálin góð og uppspretta hins góða í heiminum, það eina sem af eigin rammleik er fært um að breyta heiminum til hins betra. Sagan endurómar þann boð- skap sem er að finna í Lúkasar guðspjalli: „Því að ekki er til gott tré sem ber skemmdan ávöxt; ekki heldur skemmt tré sem ber góðan ávöxt. (. .) Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði.“ (Lúk., 6. kap., 43.-45. vers) Benedikt er sál sem er takmarkalaus í hreinleika sínum. Ef Páll hefði rétt fyrir sér ættu menn eins og Benedikt ekki að geta verið til. En eins og áður hefur verið vikið að er mannhyggja, eins og sú sem birt- ist í Aðventu og byggir á náttúrusprottinni göfgi mannsandans, búin þeim ágalla að maðurinn situr í dómarasæti yfir sjálfum sér. Mannhyggja er ófær um að gefa fullnægjandi skýringu á sérstöðu mannsins í ríki náttúrunnar. En það eru heldur ekki til nein haldbær rök sem mæla með eða á móti göfgi mannsandans. Það sem kemst næst því að geta kallast staðfesting fæst ekki með rökum og ályktunum, heldur beint í skynjuninni. „Að vera til, er að finna til, tilfinningar eru upprunalegri en hugsunin,“ segir Rousseau á einum stað. Benedikt er að leita að fullvissu fyrir hinu góða í sjálfum sér, eða, eftir því hvernig á það er litið, fullvissu fyrir hinu guðlega í sjálfum sér, og hann virðist finna það sem hann leitar að eina stjörnubjarta nótt uppi á öræfum. Hér erum við komin að augnabliki sannleikans í sögunni og að mínum dómi þungamiðju hennar. Og loksins færðist fullkomin ró yfir Benedikt - ákveðin öryggiskennd í djúpum hug- ans náði útþenslu, varð altæk og óskeikul: hérna gekk hann. Loksins gekk hann hér. Hann var eins og maður kominn að drukknun sem rekur óvænt höfuðið upp úr vatninu og er borgið. Loftið streymdi að vitum hans sem uppsprettulind, hann teyg- aði það alsæll. Þetta líf var hans - að vera hér einn á gangi. Og af því að það er þetta sem var orðið ævitakmark hans getur hann nú mætt hverju einu sem að höndum ber og boðið það velkomið. (bls. 40) Er það þetta sem Benedikt er að leita eftir, er það þess vegna sem hann leggur á sig slíka ferð á hverju ári? Svo virðist vera að hún hafi borið tilætl- aðan árangur. Þessi líkamlegu viðbrögð eru honum óskeikull vitnisburður um að hann tilheyri sjálfum sér, ekki síður en heiminum. Líkami og sál, andi og efnisheimur mætast og mynda heild, en eru ekki klofin í sundur í ósættanlegar andstæður. Öryggiskenndin sem hann hefur öðlast er ekki sigur á þeim hættum sem steðja að honum á öræfum, heldur þeirri hættu að glata sjálfum sér, týnast í óreiðu heimsins og renna saman við samfellda verðandi náttúrunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.