Andvari - 01.01.1992, Page 181
ANDVARI
„PETTA LÍF VAR HANS"
179
illvilja, smásálarskap, eigingirni, ósannsögli, ragmennsku og grimmd. (bls.
220) Aftur á móti birtist í Aðventu sú trú að í sinni tærustu mynd sé sálin
góð og uppspretta hins góða í heiminum, það eina sem af eigin rammleik
er fært um að breyta heiminum til hins betra. Sagan endurómar þann boð-
skap sem er að finna í Lúkasar guðspjalli: „Því að ekki er til gott tré sem
ber skemmdan ávöxt; ekki heldur skemmt tré sem ber góðan ávöxt. (. .)
Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, en vondur maður
ber vont fram úr vondum sjóði.“ (Lúk., 6. kap., 43.-45. vers) Benedikt er
sál sem er takmarkalaus í hreinleika sínum. Ef Páll hefði rétt fyrir sér ættu
menn eins og Benedikt ekki að geta verið til.
En eins og áður hefur verið vikið að er mannhyggja, eins og sú sem birt-
ist í Aðventu og byggir á náttúrusprottinni göfgi mannsandans, búin þeim
ágalla að maðurinn situr í dómarasæti yfir sjálfum sér. Mannhyggja er ófær
um að gefa fullnægjandi skýringu á sérstöðu mannsins í ríki náttúrunnar.
En það eru heldur ekki til nein haldbær rök sem mæla með eða á móti
göfgi mannsandans. Það sem kemst næst því að geta kallast staðfesting fæst
ekki með rökum og ályktunum, heldur beint í skynjuninni. „Að vera til, er
að finna til, tilfinningar eru upprunalegri en hugsunin,“ segir Rousseau á
einum stað. Benedikt er að leita að fullvissu fyrir hinu góða í sjálfum sér,
eða, eftir því hvernig á það er litið, fullvissu fyrir hinu guðlega í sjálfum
sér, og hann virðist finna það sem hann leitar að eina stjörnubjarta nótt
uppi á öræfum. Hér erum við komin að augnabliki sannleikans í sögunni
og að mínum dómi þungamiðju hennar.
Og loksins færðist fullkomin ró yfir Benedikt - ákveðin öryggiskennd í djúpum hug-
ans náði útþenslu, varð altæk og óskeikul: hérna gekk hann. Loksins gekk hann hér.
Hann var eins og maður kominn að drukknun sem rekur óvænt höfuðið upp úr
vatninu og er borgið. Loftið streymdi að vitum hans sem uppsprettulind, hann teyg-
aði það alsæll. Þetta líf var hans - að vera hér einn á gangi. Og af því að það er þetta
sem var orðið ævitakmark hans getur hann nú mætt hverju einu sem að höndum ber
og boðið það velkomið. (bls. 40)
Er það þetta sem Benedikt er að leita eftir, er það þess vegna sem hann
leggur á sig slíka ferð á hverju ári? Svo virðist vera að hún hafi borið tilætl-
aðan árangur. Þessi líkamlegu viðbrögð eru honum óskeikull vitnisburður
um að hann tilheyri sjálfum sér, ekki síður en heiminum. Líkami og sál,
andi og efnisheimur mætast og mynda heild, en eru ekki klofin í sundur í
ósættanlegar andstæður. Öryggiskenndin sem hann hefur öðlast er ekki
sigur á þeim hættum sem steðja að honum á öræfum, heldur þeirri hættu
að glata sjálfum sér, týnast í óreiðu heimsins og renna saman við samfellda
verðandi náttúrunnar.