Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 13
JÓN VIÐAR JÓNSSON
• •
Þorsteinn O. Stephensen
Þegar ritstjóri Andvara orðaði við mig á liðnu vori að taka saman
æviágrip Þorsteins Ö. Stephensens, leikara og fyrrum leiklistarstjóra
Útvarps, barst í tal, að ritið hefði aðeins einu sinni á rúmlega 120 ára
ferli sínum birt ævisögu leikara, þ. e. Önnu Borg, árið 1964. Hefur þó
Andvari nánast frá upphafi tíðkað að flytja ævisögur látinna merkis-
manna. Ef fyrri árgöngum er flett kemur hins vegar fljótt í ljós, að
listamenn hafa af einhverjum ástæðum verið þar sjaldséðir, en því
meir borið á stjórnmálaskörungum, embættis- og skólamönnum ým-
iss konar. Nokkur skáld hafa fengið hér inni, a. m. k. tvö tónskáld,
en ekki hef ég rekist á einn einasta listmálara í hópi umfjöllunarefna.
Þó ekki væri nema af þessari ástæðu, treysti ég mér ekki til að
skorast undan því að semja yfirlit um ævi og störf Þorsteins Ö. Steph-
ensens. En ég gerði mér strax grein fyrir því, að það yrði, af fleiri
ástæðum en einni, vandasamt verk. í fyrsta lagi liggur í hlutarins eðli,
að listamannsferill sem spannaði hátt í sjötíu ár - hófst í skólasýn-
ingu á útmánuðum 1923 og lauk síðla hausts 1989 með litlu hlutverki
í hljóðritun Ríkisútvarpsins á Macbeth Shakespeares - er geysilega
yfirgripsmikið viðfangsefni, ekki síst þegar engar fyrri kannanir er
við að styðjast. í öðru lagi verður ekki um það deilt, að Þorsteinn er
eitt af mikilmennum íslenskrar listasögu, ekki aðeins sem starfandi
listamaður, heldur einnig sem forystumaður og áhrifavaldur í þeirri
pólitík, sem iðkun leiklistar hlýtur alltaf að kalla á. Hann var fyrsti
formaður Félags íslenskra leikara frá 1941 til ’47, fyrsti leiklistarstjóri
Ríkisútvarpsins og formaður Leikfélags Reykjavíkur um eins árs
skeið á örlagaríkustu tímamótum í sögu þess frá því það var stofnað
árið 1897. Sem leikari ávaxtaði hann pund sitt betur en flestir aðrir
og náði að lokum að rækta hæfileika sína til fjölbreytni og fullkomn-
unar, sem á sér ekki margar hliðstæður í stuttri leiklistarsögu okk-
ar.
Hið þriðja, sem bæði auðveldar mér og torveldar að nálgast við-