Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 46
44 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI un hans tekst hann á slíkt flug, að annað eins er sjaldséð í íslenskri leikgagnrýni: „Jafnmáttug, átakanleg og heilsteypt mannlýsing hefur sjaldan sést á íslensku sviði, áhorfendur sitja með öndina í hálsinum, gleyma stað og stundu. í ásýnd leikarans, hreyfingar og framgöngu er meitluð öll sorgarsaga hins misheppnaða kennara, veikindi og hyldjúp vonbrigði, þjáningar og alger ósigur. Hann er grár og gugg- inn í framan, lotinn og óumræðilega þreyttur, röddin hás og næstum brostin, en framsögnin svo fáguð og skýr að ekki fer hið minnsta hvísl framhjá neinum. Við gleymum seint hljóðlátum og innilegum leik Þorsteins þegar Crock stendur við gluggann og minnist löngu liðinna daga, okkur hlýtur að vökna um augu þegar við lítum ofsa- lega viðkvæmni hans og veiklun í návist skólapiltsins, það fer hrollur um salinn þegar eiginkonan grimmlynda sviptir hann vægðarlaust sinni síðustu huggun og hann líkist helsærðu dýri. Þorsteinn gerir kennarann síst geðfelldari en efni standa til, en við dáumst að hetju- legri ró hans í lokin og djúptækum skilningi á göllum sínum og ógæfu, hann hlýtur ekki aðeins meðaumkun okkar óskipta, heldur fölskvalausa samúð.“63 Það, sem gefur þessari umsögn Ásgeirs óvenju mikið gildi, er, að hann bregður hér út af venju íslenskra leik- dómara og styður mat sitt með beinni skírskotun til ákveðinna atriða í leiknum. í stað almennra lýsingarorða eru komnar ljósar og lifandi myndir sem miðla sterkri tilfinningu fyrir þeirri reynslu sem gagn- rýnandinn varð fyrir í leikhúsinu. Til skýringar má geta þess, að í atriðinu með skólapiltinum, sem Ásgeir vitnar til, gefur pilturinn, Taplow, nemandi Crocker-Harris, kennara sínum eintak af þýðingu Roberts Brownings af Agamemnon Aiskýlosar. Þessi hugulsemi hefur þau áhrif á kennarann, að sá varn- armúr, sem hann hefur komið sér upp á löngum kennaraferli, brestur um stund. Steingerði Guðmundsdóttur fannst Þorsteinn ofleika í þessu atriði, auk þess sem hún kvartar yfir „phýsískum hömlum“, þyngslum og seinagangi.64 Eins og við höfum séð nokkur dæmi um var hún ekki fyrst til að kvarta undan þyngslagangi Þorsteins á svið- inu. I þessu tilviki - og reyndar mörgum öðrum - er þó erfitt að sjá, að slíkt hafi komið verulega að sök. Aðrir leikdómarar eiga heldur ekki nógu sterk orð til að tjá hrifningu sína. Sveinn Skorri Höskulds- son í Tímanum telur þetta vera leik á heimsmælikvarða, svo tær list hafi vart nokkurn tímann sést hér á sviði.65 Hallbergi Hallmundssyni í Frjálsri þjóð þykir leikurinn rísa hátt yfir meðalmennskuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.