Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 70
68
RAGNHILDUR RICHTER
ANDVARI
„Og hún streitist ekki á móti“
í viðtalinu við Þjóðviljann - Nýtt helgarblað sem fyrr var vitnað til segir
Jakobína frá ríkri menntunarþrá sinni og tilraunum til að svala henni. Hana
langaði að ganga í Kennaraskólann til undirbúnings ritstörfunum en skorti
nauðsynlegan undirbúning til að hefja þar nám. Til að bæta úr því var hún
einn vetur í kvöldskóla í Ingimarsskóla. Hún segir frá viðbrögðum kvenna í
heimabyggð sinni við skólagöngunni:
Blessaðar konurnar í minni heimabyggð gátu ekki skilið að þetta ætti eftir að koma
mér að neinu gagni, þar sem ég ætti eftir að giftast og sjá um heimili. Þær sögðu mér
að láta Guð stjórna.10
Konunum finnst Jakobína verja tímanum illa ef ekki brjóta gegn lögmáli
guðs sem ákvarði konum hlutskipti.
En hvað finnst Jakobínu sjálfri? Engu er líkara en að hún sé sammála
Hornstrandakonunum því hún segir í beinu framhaldi:
Og Guð stjórnaði. Það voru ágætir kennarar í Ingimarsskóla og námið talsvert erfitt.
Um vorið geisaði mannskæð inflúensa, þannig að það varð að loka skólanum og próf-
in féllu niður. Ég gafst eiginlega upp eftir þetta og réð mig í kaupavinnu austur í Holt
í Rangárvallasýslu.11
Er hún með þessu að segja að Hornstrandakonur hafi haft á réttu að
standa og konur hafi ekkert við menntun að gera? Það er ótrúlegt, svo
mjög sem Jakobína ítrekar gildi menntunar í öðrum viðtölum, svo og jafn-
rétti kynjanna.12
Er hún þá að segja að guð hafi sent inflúensufaraldur til Reykjavíkur til
að hún gæti ekki tekið próf? Varla heldur. En þessi orð Jakobínu birta
skilning hennar á hlutskipti fátæklinga og annarra sem lítils mega sín. í
sögu eftir sögu sýnir Jakobína óhamingjusamt fólk sem býr við óþolandi
ytri aðstæður, kjör sem það sættir sig í raun ekki við en er þess ekki megn-
ugt að berjast gegn eða þá að öll barátta er til einskis. Hún lítur á það sem
skyldu sína að vekja fólk til umhugsunar og það gerir hún með því að ýkja
kúgun og úrræðaleysi manna án þess að benda á lausnir. Þeirra verða les-
endur að leita annars staðar.
Saumakonan í kjallara hússins í Dœgurvísu (1965), „fyrirferðarlítil og
þreytt kona, dálítið kvíðin á svip“ (112), virðist ekki hafa litið glaðan dag á
ævi sinni, að minnsta kosti ekki síðan hún missti mann sinn. Takmark
hennar í lífinu er að veita dóttur sinni „allt, sem hún sjálf hefir farið á mis
við í lífinu, menntun, skemmtanir, vellaunað starf, auð, hamingju.“ (113)
Ekki verður annað séð en hún færist frekar frá takmarkinu og að uppeldið