Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 149

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 149
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 147 ungmennafélög um land allt að beita sér fyrir því, að sem allra flestir og helst landsmenn allir „leggi niður dagleg störf einn og sama dag að vorinu“ og noti hann „til þess að gróðursetja tré, runna og blóm, eða eitthvað það sem landinu yrði til prýði og þjóðinni til sóma.“ Skógræktarritinu var mætavel tekið. Auk Skinfaxa undir ritstjórn Jónas- ar Jónssonar birtust um það lofsamlegir dómar eftir Einar E. Sæmundsen í ísafold og Jónas frá Hrafnagili í Nýjum kvöldvökum. En hrifnastur af bækl- ingnum var Valtýr Guðmundsson ritstjóri Eimreiðarinnar. Hann gerir fyrst stutta grein fyrir aðalefni ritsins og segir síðan: „Vér skulum ekki fara frekar út í efni þessa fyrirtaks ritlings, en einungis skora á alla lesendur vora að kynna sér hann sem best. í rauninni ætti landsstjórnin að veita fé til að útbýta honum gefins á öll heimili í landinu, og jafnframt sjá um að allir þeir sem gróðursetja vilja trjáplöntur á skóg- ræktardögum, gætu fengið þær ókeypis. Kynslóðin sem nú lifir má ekki láta sig þá skömm henda að skila landinu í hendur eftirkomenda sinna í sömu niðurníðslu og eins beinaberu eins og forfeður vorir hafa eftirlátið oss það. Hér þarf sannarlega að hefjast handa, og eldri mennirnir mega ekki synja æskulýðnum, sem hér er að brjóta ísinn, um stuðning sinn og liðsinni. Því öllu fegurri vott um sanna ættjarðarást er naumast unnt að sýna, en að styðja að því að klæða landið sitt, - að skila því grænklæddu og prúðbúnu í hendur barnanna sinna.“ Ævilangt var Guðmundur Davíðsson eldheitur áhugamaður um skóg- rækt og alla gróðurrækt. Vék hann oft að þeim málum í hinum fjölmörgu ritgerðum og blaðagreinum, þar sem hann fjallaði um gróður landsins og dýralíf og neikvætt viðhorf mannskepnunnar til lífríkisins. Aldrei þreyttist hann á því að berjast kappsamlega gegn ráni og gripdeildum úr skauti jarð- ar, og brýndi ákaft fyrir mönnum að raska ekki jafnvægi náttúrunnar, en fara með náttúrugæðin á ábyrgan og skynsamlegan hátt. Til vitnis um sívökulan skógræktaráhuga Guðmundar skal aðeins vitnað til hinnar miklu ritgerðar: Hvað verður um hlunnindi Islands? sem birtist í mörgum köflum í Alþýðublaðinu vorið 1935. Fyrsti kaflinn fjallar um skóggræðslu. Lýsir hann þar, eins og oft áður og síðan, hroðalegri meðferð Islendinga á skógum landsins á liðnum öldum. Síðan segir: „í öllum menningarlöndum er nú ræktaður skógur, og sums staðar í stór- um stíl. Ríkin leggja fram stórfé til skógræktar og kosta heilan her af skóg- ræktarfróðum mönnum, sem starfa að ræktun og viðhaldi skóganna. Ein- stakir menn og félög liggja heldur ekki á liði sínu skógræktinni til hjálpar og skólarnir, æðri sem lægri, leggja ótrauðir fram vinnu við gróðursetning- una, endurgjaldslaust.“ Guðmundur segir frá geysimiklu skógræktarátaki Bandaríkjamanna árið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.