Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 49

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 49
andvari ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 47 við höfunda, sem Þorsteinn mat mikils. Að vísu má segja, að form- legar sættir hafi komist á, þegar hann lagði opinberlega fram inn- göngubeiðni í félagið við vígsluathöfn Borgarleikhússins haustið 1988. En auðvitað var það allt of seint. Um það er engum blöðum að fletta, að hvarf Þorsteins af leiksviði var gríðarlegt áfall, ekki aðeins fyrir Leikfélag Reykjavíkur, heldur allt okkar leiklistarlíf. Enginn var þess megnugur að skipa þann sess sem hann hafði fyllt. Um þessar mundir eru helstu máttarstoðir ís- lenskrar leiklistar af hans kynslóð að tínast af sviðinu: hver af öðrum hverfa þeir Indriði Waage, Haraldur Björnsson og síðast Lárus Páls- son, rétt rúmlega fimmtugur, með fárra ára millibili. Snjallir karlleik- arar um og yfir miðjum aldri eru hverju leikhúsi afar mikilvægir, þó að ekki sé nema af þeirri ástæðu, að mjög mikið er til af góðum hlut- verkum fyrir þann aldursflokk; ýmis klassísk verk verða einfaldlega ekki flutt án slíkra krafta - þf ætlunin er þá ekki bara að misþyrma þeim í nafni einhverrar misskilinnar framúrstefnu eða vanhugsaðs leikstjórnarfrumleika, eins og því miður hefur borið nokkuð á í ís- lensku leikhúsi á síðustu misserum. Fyrsta leikarakynslóð okkar, sem hafði notið umtalsverðrar skólunar, var um þetta leyti að festa sig í sessi í báðum leikhúsum, en frá starfi hennar kaus Þorsteinn nú nán- ast að einangra sig, að öðru leyti en því sem það fór fram í Ríkisút- varpinu. Að vísu lék hann tvö stór hlutverk í Þjóðleikhúsinu haustið 1965: annað jóðið í Jóðlífi Odds Björnssonar og aldraðan rithöfund, sem horfir yfir liðna ævi og hittir sjálfan sig á ólíkum aldursskeiðum, í Endaspretti eftir Peter Ustinov. Það kann svo sem vel að vera, að hann hafi ekki haft mikinn áhuga á að starfa í leikhúsi, sem laut stjórn Guðlaugs Rósinkranz; allt um það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að aðalleikstjórar Þjóðleikhússins á þessum árum hafi hér ekki þekkt sinn vitjunartíma. Kannski fannst þeim nóg að eiga Val Gíslason, sem þá var orðinn burðarleikari hússins í eldri aldursflokki. Leikar fóru því svo, að Ríkisútvarpið sat nánast eitt að kröftum Þorsteins á því skeiði ævi hans, sem átti eftir að verða eitt hið besta og frjóasta. Þar var hann auðvitað einráður um verkefni sín og gat valið sér þau hlutverk sem hann taldi sér best við hæfi. Þó að þetta kunni að virðast óskaaðstaða fyrir leikara, þ. e. a. s. ef hann kann að nýta sér hana jafnvel og Þorsteinn gerði, þá gat ekki farið hjá því, að hún kallaði yfir hann gagnrýni og beina öfund þeirra stéttarbræðra hans sem töldu hann ganga ómaklega framhjá sér. Sem leikhússtjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.