Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 152
150
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
isstaðurinn gamli og allt nánasta umhverfi hans verði með lögum gert að
friðlýstum þjóðgarði. Slík hugmynd um þjóðgarð var alger nýjung hér á
landi, og mun hafa vakið nokkurt umtal, en hlotið misjafnar undirtektir.
Guðmundur gerir að einkunnarorðum ritgerðar sinnar þau ummæli Jóns
Sigurðssonar að Þingvellir séu „æruverðasti staður, sem vér eigum til“.
Svo segir í upphafi ritgerðar:
„Fáir íslendingar munu koma svo í fyrsta sinn á Þingvelli við Öxará, að
eigi dáist þeir að náttúrufegurðinni og í hug þeirra vakni endurminningar
um helstu viðburði sem tengdir eru við sögu þessa merkisstaðar.
Þetta tvennt: söguviðburðirnir og náttúrufegurðin, hlýtur að snerta til-
finningar allra, sem staddir eru á þessum fornhelga stað. Þar má segja að
saman sé komið flest það sem einkennilegast og fegurst er í íslenskri nátt-
úru, og þar hafa einnig gerst margir merkustu viðburðirnir í sögu íslend-
inga.“
Guðmundur lýsir síðan stórbrotnu náttúrufari á Þingvöllum og segir að
því búnu:
„Náttúrufegurð og sögufrægð Þingvalla gæti ekki verið höfð í jafnlitlum
metum hjá neinni menningarþjóð eins og raun er á, nema íslendingum ein-
um.“
Guðmundur telur furðu gegna að menn skuli una því að þessi einstæði
sögustaður sé í algerri niðurníðslu:
„Sé það talinn vottur um ræktarsemi við fortíðina að tína saman og varð-
veita frá glötun forngripi ýmsa, og þá harla ómerka suma hverja, ætti það
ekki síður að teljast ræktarsemi að varðveita frægasta og fegursta sögu-
staðinn, sem til er á íslandi.“
Guðmundi finnst undarleg mótsögn í því fólgin að á sama tíma og allt sé
látið drabbast í vanhirðu á Þingvöllum, sé farið þangað með konunga og
flesta aðra mikils háttar gesti erlenda, og skáldin yrki um „helgan völl“. En
á meðan Þingvellir eru „hlaðnir lofköstum í ljóðum skáldanna, eru þeir
niðurníddir í verkinu“.
Astandinu á Þingvöllum lýsir Guðmundur á þessa leið:
„Landið gengur úr sér og eyðileggst ár eftir ár. Hraunhólarnir á Þingvöll-
um og umhverfis þá voru áður huldir þykku jarðlagi og klæddir gróður-
miklum skógi; þeir standa nú berir og naktir. Jafnvel mosanum sem á þeim
vex er ekki hlíft; honum er flett af grjótinu og kastað í eldinn, þegar ekki er
annað fyrir hendi. Skógarkjarrið, sem enn er eftir hér og hvar um hraunið,
eyðileggst óðfluga og hverfur, sakir þess hve óskynsamlega það er höggvið
og gegndarlaust beitt. Graslendið er nagað og sorfið og árlega sparkað og
sundurtroðið af hestum ferðamanna og öðru búfé. Jarðrask og gagnslaus
nývirki hafa umturnað fornum og merkum menjum. Yfirleitt ekkert hirt