Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 48
46
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
mömmur.“70 Vísar þessi síðasta glósa til tveggja af helstu kassa-
stykkjum samtíðarinnar, Frœnku Charleys og Tannhvassrar tengda-
mömmu, en sú síðastnefnda gekk einmitt um þessar mundir við
óþrotlegar vinsældir - í leikhúsinu við Tjörnina.
Þáttaskil - síðustu starfsár
Eftir þennan glæsta sigur verða snögg og óvænt kaflaskil á ferli Þor-
steins. Næstu þrjú leikár kemur hann ekki í eitt einasta skipti fram á
sviðinu í Iðnó. Það er ekki fyrr en í janúar 1961, að hann birtist þar á
ný í hlutverki Jóns Bramlans forstjóra í leiknum Pókók, frumraun
Jökuls Jakobssonar. Um vorið er hann svo Gamli maðurinn í Stólun-
um eftir Ionesco, sem voru ásamt Kennslustund sama höfundar að-
eins sýndir fimm sinnum, og Edward í Sex eða sjö eftir Lesley Storm.
Þetta leikár gegndi hann formennsku í Leikfélagi Reykjavíkur, en lét
af henni á aðalfundi um vorið. Síðan taka hlutverk í sýningum
félagsins mjög að strjálast: Voss lögreglufulltrúi í Eðlisfrœðingunum
eftir Durrenmatt (1963), sem Lárus Pálsson stýrði, Pressarinn í
Dúfnaveislu Laxness (1966), sem varð síðara silfurlampahlutverk
hans, Davíð í Sumrinu ’37 eftir Jökul (1968) og síðast Lirs í Kirsu-
berjagarðinum eftir Tsjekhov (1979).
Undirrót þessara umskipta var, að því er frekast verður séð, sam-
starfsörðugleikar Þorsteins og nokkurra þeirra yngri manna, sem þá
voru að komast til valda í Leikfélagi Reykjavíkur. Þessir örðugleikar
enduðu með hörðum árekstri, þegar stjórn félagsins, skipuð þeim
Jóni Sigurbjörnssyni formanni, Steindóri Hjörleifssyni og Guðmundi
Pálssyni, fékk því framgengt á aðalfundi árið 1958, að verkefnavals-
nefnd sú, sem Þorsteinn hafði, eins og áður getur, setið lengi í, var
lögð niður. Þorsteinn, sem var staddur erlendis þegar þetta gerðist,
brást afar illa við þessari ráðstöfun, taldi henni beinlínis stefnt gegn
sér og tók því fjarri að starfa frekar með félaginu.71 Mun seta hans í
formannsembætti fáum árum síðar hafa átt að vera tilraun til að lag-
færa sambandið af beggja hálfu, en hún fór af einhverjum ástæðum
út um þúfur. Þau stórhlutverk, sem hann lék eftir þetta á sviðinu í
Iðnó, pressarinn í Dúfnaveislunni og Davíð í Sumrinu '37, voru und-
antekningar, sem hafa trúlega einungis verið gerðar af greiðasemi
X