Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 166
164
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
„Það er aldrei ánægjulegt að reita menn til reiði, en það er stundum eini
vegurinn til að vekja þá.“
Ekki er þess getið, hverjum þessi spaklegu orð eru eignuð.
Árið 1944, þegar Guðmundur Davíðsson stóð á sjötugu, sendi hann frá
sér tvö rit. Var annað handhægur bæklingur, sem hann nefndi Leiðsögn um
Þingvelli við Öxará, og segir titillinn til um efnið. Bæklingur þessi ber fagr-
an vott um ræktarsemi Guðmundar við þennan „hjartastað landsins“, sem
hann hafði skrifað um fleiri greinar en nokkurt annað áhugasvið sitt.
Hinn bæklingurinn nefnist Ritgerðir, rúmar 100 bls., og hafði að geyma
sex greinar. Höfðu sumar þeirra birst í blöðum undanfarin ár eða verið
lesnar í útvarp.
Ritgerðir þessar heita: Ánamaðkurinn í þágu menningarinnar. - Vörn
veiðibjöllunnar. - Náttúruspell. - Náttúran, trúarbrögðin og kirkjan. - Um
lagaboð. - Veiðiböl. Segja nöfnin nokkuð til um efni ritgerðanna.
Ritgerðir þessar eru allar prýðisvel samdar og kemur stílþróttur Guð-
mundar óvíða betur fram en í þessari litlu en efnisríku bók. Einkum er
snerpa í ádeilugreinunum, þar sem „náttúruböðlar“ og hlutlausir hugleys-
ingjar fá ótæpilega til tevatnsins. Ein ritgerðin sætti hörðum andmælum í
blöðum, en þar hafði Guðmundur tekið upp vörn fyrir veiðibjölluna, sem
farið var að eyða með eitri.
Um eiturhernað þennan komst Guðmundur m.a. svo að orði:
„Þegar skýrt var frá því í útvarpinu 1941, að Alþingi hefði samþykkt rétt
Islendinga til sambandsslita við Danmörku og um stofnun lýðveldis á ís-
landi, voru bændur hvattir til þess sama dag, nokkrum klukkustundum síð-
ar, að gera gangskör að því að útrýma veiðibjöllu úr landareign sinni að
viðlögðum sektum, fuglategund, sem var búin að helga sér ábúðarrétt á
landinu áður en nokkurt mannlegt auga leit það. Hún háði harða baráttu
við óblíðu náttúrunnar, eins og mennirnir, eftir að þeir komu til sögunnar.
En þeir hafa nú lagt undir sig ríki hennar. Og mitt í sigurgleði yfir tilvon-
andi frelsi sínu, hafa þeir nú fellt svo harðan dóm yfir fugli þessum, að
mannlegt illskuvit kemst ekki lengra gagnvart nokkurri skynlausri skepnu.
Ef það tækist að útrýma veiðibjöllu hér á landi, með eitri eða öðrum
hætti, mundu næstu kynslóðir líta á menningu vora nú á dögum eins og við
lítum nú á menningu þjóðarinnar eins og hún var á galdrabrennuöldinni.“
í ritgerð þessari flytur Guðmundur tillögu um það, með hverjum hætti ís-
lenska þjóðin geti eftirminnilegast minnst þess árið 1944, að þá mun hefjast
nýtt tímabil í sögu hennar, þegar hún öðlast fullkomið sjálfstæði, eftir
margra alda ófrelsi:
„I tilefni af þessum einstæða viðburði í sögu íslands má gera ráð fyrir að
Alþingi geri eitthvert nýmæli í lögum, sem verði þjóðinni minnisstætt um
langan aldur og hafi í för með sér hugarfarsbreytingu almennings til bóta