Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 41

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 41
andvari ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN 39 sig yfir hann. Þó að hann komist síðar til mannvirðinga, er hann í raun alltaf á flótta undan syndum fortíðarinnar og höfuðfjanda sínum, lög- reglustjóranum Javert, sem Brynjólfur var sjálfkjörinn að leika. Þó að leikgerð Gunnars þætti heldur löng og talsvert skiptar skoðanir væru um einstök atriði hennar, hentaði hún vel að því leyti, að þar fengu tveir burðarleikarar L. R. ágæt hlutverk, mjög við sitt hæfi. Bæði Sig- urður Grímsson oy, Asgeir Hjartarson hafa góð orð um leik Þorsteins; það er helst að Asgeiri finnist, að hann ætti á sumum stöðum „að leika af ríkari þrótti, láta meira að sér kveða“.42 Hersteinn Pálsson, ritstjóri Vísis, er á heildina litið mjög sáttur við frammistöðu leik- arans, finnur aðeins að túlkun hans í einu atriði leiksins, þ.e. þegar Valjean, sem gengur nú undir nýju nafni, fréttir að annar maður hafi verið handtekinn grunaður um að vera Valjean; þar þykir honum leikarinn ekki ná að lýsa sálarstríði persónunnar nógu vel.43 Agnar Bogason hælir þeim Brynjólfi fyrir góðan samleik og segir leik Þor- steins „hrífandi“; hið eina sem hann getur fundið að er gervi hans í forleik verksins, sem honum finnst „nokkuð Egils Skallagrímssonar- legt“.44 Indriða G. Þorsteinssyni þykir leikur Þorsteins nokkuð óstyrkur í upphafi, en batna þegar á líður og í lokaþættinum sé slík tign yfir persónunni, að hún láti engan ósnortin.45 Á glæsilegum leik Þorsteins í lokaþætti höfðu reyndar fleiri gagnrýnendur orð. Ekkert lát er á afköstum Þorsteins þessi árin og næsta vetur, 1953-54, birtist hann í hvorki meira né minna en fimm hlutverkum, þar af fjórum gamansömum. Ekki er ástæða til að tíunda það, sem var skrifað um þau, nema helst hinn hlægilega vonbiðil Per Iversen í Hviklyndu konunni eftir Holberg, sem var sýnd í tilefni 200. ártíðar skáldsins í febrúarmánuði. Per þessi er „virðulegur og lærður ein- trjáningur“, svo að enn sé vitnað í Ásgeir Hjartarson, þekkt mann- gerð í gamanleikjaskáldskap, sem kemst einkar vel til skila að dómi Ásgeirs. Hann segir Þorstein fæddan Holberg-leikara, „í leik hans gætir einskis misræmis, hann dregur upp afburðaskýra og skemmti- lega háðsmynd af þessum grobbna og gráthlægilega bókaormi, manngerð sem við þekkjum öll mætavel. Tal hans og tilburðir bera merki hárfínnar kímni, en óborganlegur er hann þegar hann trúir Torben fyrir ást sinni á hinni fögru en mislyndu konu.“46 Sigurður Grímsson er sama sinnis og hefur sérstakt gaman af hinum „pervis- lega hlátri“ persónunnar.47 Loftur Guðmundsson kveður Þorstein aldrei hafa sýnt jafnhlýja og einlæga kímni og gefur í skyn, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.