Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 98
96 JÓNAS HALLGRÍMSSON ANDVARI brennistein, og kallast þessar hitur Selhitur. Beint ofan við selið taka við þær undirhæðir sem Krafla og Hrafntinnuhryggur hvfla á, og kallast Sanda- botnafjall. Þar er þægilegast að leggja þegar til uppgöngu, vilji maður kom- ast að Kröflu sjálfri; þá er gengið beint upp að Hrafntinnuhrygg og hann hafður á hægri hönd, en síðan austur fyrir Kröflu um mjög greiðfært skarð; með þessu móti er unnt að komast næstum því kringum fjallið, án þess að lenda í því erfiði og hættu að þurfa að fara yfir djúpa og ljóta gjá, eður far- veg, sem liggur suður fyrir Kröflu og áfram suðvestur frá rótum fjallsins. Það er einkum í þessari gjá sem brennisteinsnámana er að finna; en til þess að komast að þeim verður, ekki síst ef taka á brennistein, að velja aðra leið og fara upp úr Seldal til norðurs og koma að brennisteinsnámunum úr vestri. Þarna um slóðir eru sendnar og leirbornar hæðir og melar sem hest- arnir sökkva djúpt ofan í, því jarðvegurinn er afar laus í sér, eins og allt gosefni. Á þessum hæðum vestan gjárinnar eru tveir gígar. Þeir liggja í stefnu frá Kröflu til Leirhnjúks og blasa þar við: gríðarstórir trektarlaga katlar í hinu mikla sandflæmi. Annar ketillinn er svo ljótur, svo skuggalegur og skelfi- legur, að hann á varla sinn líka meðal þess sem fyrir ber andstyggilegt og óttalegt á yfirborði jarðar. Brúnin á honum er ekki upphá, heldur er allt í kringum hann sléttur, gróðurvana sandur. Opið á honum er kringlótt og mörg hundruð álnir í þvermál, en hefur ekki verið mælt nákvæmlega. Veggirnir eru brattir, á botninum vellur tjörn eða pollur með blá-svargrárri leðju, og stíga upp af jiönni kæfandi gufur; veggirnir eru allir glóandi og rjúkandi brennisteinsnámar, af hinu besta tagi, ýmist með grænleitum, gul- um eða hvítum lit; þetta er fullkomið djöfladíki og heitir Helvíti. Allt lif- andi flýr staðinn langt í burt, hesturinn skelfur og svitnar í dauðans angist og getur varla staðið í fæturna þegar hann er leiddur að brúninni á þessum svelg. Hinn gígurinn er minni og ekki nærri eins skuggalegur; á botninum er vatnstjörn, og megn þefur af henni, en brennisteinsmyndunin er þar óveruleg. Veggirnir á gjánni stóru, sem áður var nefnd og liggur til suðvesturs frá Kröflu, eru svipaðir að gerð og veggirnir í djöfladíkinu, og saman eru þess- ir staðir mikilvægasti hluti Kröflunáma, eða brennisteinsnámanna þar á staðnum. Þarna er líf og virkni í jarðveginum og einnig gnægð brennisteins, sem endurnýjast mjög fljótt eftir nám, þar sem hitinn er ekki allt of megn. En brennisteinsgröfturinn er svo miklum vandkvæðum bundinn, að héðan er einungis flutt óverulegt magn til brennisteinsvinnslunnar á Húsavík, enda þótt leigjendur, til þess að styðja að brennisteinsgreftinum á þessum stað, hafi að minnsta kosti hin síðari ár kunngjört, að þeir muni greiða jafn- hátt verð fyrir Kröflubrennisteininn og þann frá Fremrinámum, sem eru um 5 mílum fjær Húsavík. Því það er ekki aðeins, að hitinn er þarna mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.