Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 23
ANDVARI
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
21
eftir sér að gera hvort tveggja í senn, að stýra sýningunni og leika tit-
ilhlutverkið.
Haralds þáttur Björnssonar
Hlutur Haralds Björnssonar í leiklistarsögu þessara ára er merkileg-
ur, en örugglega ekki eins einfaldur og hann vill vera láta í hinni
bráðskemmtilegu sjálfsævisögu sinni, Sá svarti senuþjófur, sem
Njörður P. Njarðvík skráði. Haraldur lauk ásamt Önnu Borg leik-
araprófi vorið 1927, en ferill þeirra varð ólíkur: Anna varð sem
kunnugt er um kyrrt í Danmörku, þar sem hún komst skjótt í
fremstu röð, einkum eftir sigur sinn í hlutverki Grétu í Fást í sýningu
Konunglega leikhússins 1931, en Haraldur hélt heim með stóra
drauma í farteskinu. Viðtökurnar urðu hins vegar nokkuð aðrar en
hann virðist hafa gert sér vonir um. í sjálfsævisögunni lýsir hann
hlutskipti sínu sem píslarvætti hins metnaðarfulla atvinnumanns, sem
kunnáttulausir viðvaningarnir í Leikfélagi Reykjavíkur sýna fullkom-
ið tómlæti og reyna með öllum ráðum að koma á kné.9 En frásögn
hans er í ýmsum atriðum heldur ónákvæm og þar er farið fljótt yfir
sumt sem kemur honum sjálfum miður vel. Bendir Brynjólfur Jó-
hannesson reyndar kurteislega á þetta í sjálfsævisögu sinni, sem kom
út nokkrum árum síðar en saga Haralds.10
Á því leikur tæpast nokkur vafi, að Haraldur hefur talið sig kjör-
inn til þess að leiða unga leikarastétt inn í leikhúsið glæsta, sem senn
mundi rísa við hlið Safnahússins við Hverfisgötu. Er næsta ljóst, að
framkoma hans í skiptum við Leikfélag Reykjavíkur hefur borið
keim af þeim fyrirætlunum. Þar var þó einn hængur á og hann ekki
lítill: Haraldur var ekki sá eini sem ætlaði sér þetta leiðtogahlutverk.
Indriði Waage, sem var áratug yngri en Haraldur og um þetta leyti
enn innan við þrítugt, hafði um nokkurra ára skeið verið aðalleik-
stjóri félagsins. Indriði var sonur Eufemíu, dóttur Indriða Einars-
sonar, og Jens B. Waages bankastjóra, sem fyrr á árum hafði verið
einn aðalleikari og leikstjóri L. R. Systur Eufemíu, Guðrún, Emilía
og Marta, voru enn áberandi leikkonur á sviðinu í Iðnó, þó að Guð-
rún hyrfi að vísu þaðan í kjölfar veikinda árið 1929. Sjálfur fylgdist
Indriði eldri náið með félaginu þrátt fyrir háan aldur og sat auk þess