Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 151

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 151
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 149 3 Haustið 1906 gekk Guðmundur að eiga Málfríði Soffíu Jónsdóttur frá Varmá í Mosfellssveit, Árnasonar. Hún var fædd 1878 og lifði mann sinn, andaðist 1962. Þau Guðmundur eignuðust tvö börn, Klöru (f. 1907) og Dav- íð Atla (f. 1920), en hann misstu þau 18 ára gamlan. Klara, sem jafnan átti heima í Reykjavík, andaðist 1981. Auk kennslunnar, sem var aðalstarf Guðmundar, sinnti hann margvísleg- um áhugamálum sínum, ýmist einn eða í félagsskap við samherja. Var hann um skeið einn af helstu leiðtogum ungmennafélagshreyfingarinnar, og á sambandsþingi 1914 kosinn í stjórn og jafnframt valinn sambandsstjóri. í því fólst að hann var ekki einungis stjórnarformaður, heldur jafnframt framkvæmdastjóri. Gegndi hann sambandsstjórastarfinu í þrjú ár, og lagði á sig ómælda sjálfboðavinnu í því sambandi. Þetta voru erfiðleikatímar, heimsstyrjöld geisaði og óvissa ríkti um framtíðina. Dofnaði þá nokkuð yfir ungmennafélagsskapnum í höfuðstaðnum, en Guðmundur kostaði kapps um að halda í horfinu, enda störfuðu félög af þrótti víða um land. Árið 1915 komu fram raddir um það á Alþingi að skerða mætti eða afnema styrk þann sem ungmennafélagshreyfingin hafði notið úr ríkissjóði. Það varð til þess að Guðmundur tók saman bækling um störf og stefnu ungmennafélag- anna. Kom hann út sama ár og var eins og Skógræktarritið gefinn í kaup- bæti með Skinfaxa, tímariti sambandsins. Nánasti samstarfsmaður Guðmundar þessi ár var Jónas Jónsson frá Hriflu, ritstjóri Skinfaxa. Tók hann og við af Guðmundi 1917 sem formaður ungmennafélagshreyfingarinnar. Átti vinátta þeirra Guðmundar og Jónas- ar eftir að bera ávöxt síðar, þegar Þingvellir voru friðaðir og gerðir að þjóðgarði. Eftir að Guðmundur lét af formennsku ungmennafélaganna var hann áfram í sambandsstjórn, átti þar sæti til 1923. Á öðrum vettvangi félagsmála lét Guðmundur til sín taka. Hann hafði snemma gerst róttækur í stjórnmálaskoðunum og mun hafa verið meðal stofnenda Alþýðuflokks og Alþýðusambands 1916. Starfaði hann þar all- mikið fyrstu árin, og ævilangt aðhylltist hann stefnu jafnaðarmanna. Eins og áður er getið tók enginn betur Skógræktarriti Guðmundar og boðskap þess en Valtýr Guðmundsson háskólakennari í Kaupmannahöfn og ritstjóri Eimreiðarinnar. Það hefur að líkindum orðið til þess að árið 1913 leitaði Guðmundur til Valtýs og sendi honum ritsmíð um það áhuga- mál sitt að hinum forna þingstað þjóðarinnar, Þingvelli, yrði fullur sómi sýndur. Valtýr tók Guðmundi mætavel, og í næsta hefti Eimreiðarínnar birtist grein Guðmundar: Þingvellir við Öxará, þar sem lagt er til að alþing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.