Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 65
andvari
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR"
63
„Væri það efni í brag?“
Víða í verkum sínum deilir Jakobína á bókmenntastofnunina. Ádeila henn-
ar beinist að því hversu afmörkuð og fá yrkisefni eigi upp á pallborðið eigi
skáldverk að öðlast viðurkenningu og þar með hversu takmarkaðri lífs-
reynslu viðurkenndum bókmenntum sé ætlað að miðla.
I ritgerð sinni Sérherbergi, sem fyrst var prentuð árið 1929, fjallar Virgin-
ia Woolf um ólík viðhorf og áhugamál kynjanna og hvernig það eru viðhorf
karla sem ráða því hvað telst mikilvægt og hvað fáfengilegt. Þessi viðhorf,
segir Woolf
hljóta óhjákvæmilega að færast yfir á skáldskapinn. Þetta er mikilvæg bók, ályktar
gagnrýnandinn, af því að hún fjallar um stríð. Þetta er ómerkileg bók af því að hún
fjallar um tilfinningar kvenna í setustofu. Atburður sem gerist á vígvelli er mikilvæg-
ari en atburður sem gerist í búð, - hvert sem litið er og á miklu lævísari hátt kemur
þessi munur á mati fram.8
Jakobína gerir mat bókmenntastofnunarinnar á efni bókmennta helst að
umfjöllunarefni í tengslum við lífsreynslu og störf alþýðukvenna, sem hún
álítur að ekki sé tekið gilt sem yrkisefni í viðurkenndum bókmenntum.
>,Hreingerning, þvottur, verksmiðjuvinna.-/Væri það efni í brag?“ spyr hún
1 ljóðinu Náttmál frá 1946. Spurninguna væri marklaust að bera upp væri
það í raun svo að hefðbundin störf kvenna hefðu alltaf þótt mikilvæg yrkis-
efni. Og þótt Jakobína hafi vissulega nógu efni að miðla í verkum sínum er
sterk tilfinning hennar fyrir því að það efni sé ekki það sem bókmennta-
stofnunin hafi áhuga á eða þyki merkilegt.
Þær sögur og þau sár eru líka til sem tungumálið og hefðbundnar bók-
menntir geta ekki greint frá. í sögunni „Ekki frá neinu að segja“ sem birtist
1 smásagnasafninu Púnktur á skökkum stað (1964) kemur Elín, rótgróin
kaupstaðarkona og fulltrúi í skemmtinefnd félags nokkurs, að máli við Sig-
n'ði frá Sæbóli. Sigríður hefur, eins og sveitungar hennar, gefist upp á sveit-
inni sem nú er komin í eyði og er flutt suður með fjölskyldu sína. Elín vill
fá Sigríði til að koma á kaffikvöld í félaginu og segja frá lífinu eins og það
var áður fyrr í þessari afskekktu sveit, hún telur „að fólk hljóti að verða
eitthvað öðruvísi en annað fólk á svona stöðum“ (55), lífsreynslan önnur
°g „svo allir þessir skrítnu karlar og kerlingar, sem maður heyrir svo oft
sagt frá -“ (55). Á Elínu má líta sem fulltrúa bókmenntastofnunarinnar.
Hún veit vel hvernig sögur hún vill heyra og ekki síður hvernig sögur hún
vill ekki heyra:
Þú segir okkur frá fátæktinni og hvernig fólkið lifði, og hvernig það skemmti sér,