Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 137
ANDVARI
ÁSTVINUR GUÐS
135
fjárskaða „vel og prúðlega“ auk þess sem þolinmæði er talin til þeirra hátta
sem hann líkir eftir Þorláki. Hann er meinlátur í föstum og klæðaburði
(410, 419). Aldrei reynir þó jafnmikið á Pál og þegar hann missir konu sína
og dóttur. Þá mátti hann „ei matar neyta og hann hafði öngvan svefn áður
líkin voru niður sett en þó leitaði hann alla að gleðja í því er hann mátti.“
Páll tekur ekki aðeins missinum með stillingu heldur leitast við að hugga
aðra, bæði heimilismenn sína og bróður Herdísar, og aðstoðar dóttur sína.
I því fer hann að dæmi Krists sem sagði: „Og eg mun biðja föðurinn, og
hann mun gefa yður annan huggara, til þess að hann sé hjá yður eilíf-
lega.“56 Páll er huggari safnaðar síns en verður að bera eigin harm sjálfur
(426).
Helgum mönnum er mótlæti lykilatriði. Gregoríus mikli sagði játara vera
píslarvotta friðartíma og sama viðhorf er víða í játarasögum.57 Raunir
helgra manna styrkja þá og gera algjöra eins og segir í bréfi Jakobs: „Alítið
það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir, með
því að þér vitið að reynsla trúar yðar verkar þolgæði en þolgæðið á að birt-
ast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörðir og yður sé
í engu ábótavant.“58 Páll byskup verður algjör í mótlætinu við missi konu
sinnar og í eigin dauða, þegar „tók að óhægjast með verkjum miklum sótt
hans og fylgdi bæði svefnleysi og matleysi og þótti hann þá einvænn vera.“
(433) Önnur dyggð Páls er lítillæti sem veldur því að hann neitar að taka
byskupskosningu (411). Það er oft fremur talið náð en dyggð.59 Lítillæti var
lykilþáttur í fari helgs manns því að allskyns falsdýrlingar gátu gert það
sem virtist vera kraftaverk með aðstoð fjandans. Raunverulegir dýrlingar
eru aftur á móti hógværir og miklast ekki af kraftaverkum. Þau má helst
ekki ræða fyrr en eftir dauðann. Þannig er lítillætið nothæft til að greina
sönn kraftaverk frá verkum fjandans.60 Alcuin bendir á að sá sem sé lítill
fyrir eigin augum sé mikill fyrir augum Guðs.61 Fjöldi ritningargreina hníg-
ur að því sama.62
Það vekur athygli að dyggðir Páls eru dæmigerðar fremur en persónuleg-
ar, hann sameinar stjórnun og hugleiðingu og er fulltrúi beggja þátta heil-
ags lífernis (vita activa og vita contemplativa) þó að meiri áhersla sé lögð á
hið virka líf í lýsingu hans.63 Auk þeirra höfuðdyggða sem hér hafa verið
nefndar eru ráðvendni, ölmusugæði, iðrun, fyrirgefning og syndajátning
(419 og 433), hefðbundnar dyggðir sem Alcuin nefnir og vísa til ritningar-
innar.64 Það sem helst sérkennir Pál er að gæfan virðist vera eiginleiki hans
(413, 417, 422-3). Hún er talin gjöf Guðs í kristinni siðfræði.65 Ef til vill sést
sú hugmynd í því orðalagi sögunnar að Páll hafi verið „svo mikill gæfumað-
ur að honum gengu nálega allir hlutir að sólu hinn fyrra hlut ævi sinnar“
(422) en sólin er algengt tákn Krists.66 Einnig eru mikil rödd og söngur
náðargáfur Páls. Þannig talar hann „langt mál og fagurt“ en fyrirmynd