Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 34
32 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI á, að þeir verðskulduðu þá starfsaðstöðu sem stofnun fullgilds og vel búins atvinnuleikhúss fól í sér. Sóknin að þessu markmiði, sem hófst í raun og veru þegar með stofnun L. R., hafði verið sú hvatning sem listamenn sviðsins þurftu á að halda; nú varð brýningin að koma annars staðar frá. Eftir þó nokkur innanfélagsátök í ágúst 1950 varð niðurstaðan því sú að halda áfram leikhúsrekstri í gamla samkomu- húsinu við Tjörnina á svipuðum félagsgrundvelli og tíðkast hafði um meir en hálfrar aldar skeið. Þetta hefði ekki getað orðið, hefði stór hópur yngri leikara og áhugamanna ekki um leið gengið til liðs við Leikfélagið. Þegar hér var komið sögu voru allmargir ungir leikarar komnir heim frá námi erlendis, einkum í Bretlandi, og munu nokkrir þeirra jafnvel hafa verið með ráðagerðir um að stofna lítið atvinnuleikhús á eigin veg- um í samkeppni við Þjóðleikhúsið. Einn í þeim hópi var Einar Páls- son, sem staðfestir, að Þorsteinn hafi að fyrra bragði leitað til sín urn að taka við formennsku í L. R., en sjálfur vildi Þorsteinn ekki til lengdar gegna slíkri stöðu, sem var sjálfsagt hyggilegt. Var Einar kjörinn formaður haustið 1950 og gegndi því embætti næstu þrjú ár, jafnframt því sem hann leikstýrði mörgum sýningum, einkum af létt- ara tagi. Þorsteinn lét sér hins vegar nægja setu í verkefnavalsnefnd svokallaðri, sem starfaði við hlið stjórnar og átti að gera tillögur um leikritaval. Auk hans ákvað Brynjólfur Jóhannesson að starfa áfram á sínu gamla leiksviði og síðast en ekki síst fékk L. R. til liðs við sig Gunnar Hansen, sem fyrr er nefndur til sögu og var af tilviljun stadd- ur á Islandi þetta sumar við kvikmyndagerð. Það var Gunnar, sem setti á svið þær sýningar leikhússins sem mesta athygli vöktu næstu ár og staðfestu, að Þjóðleikhúsið hefði þegar frá upphafi eignast verðugan keppinaut. A engan er hallað þó að fullyrt sé, að þegar á fyrsta leikári hins endurreista Leikfélags hafi Þorsteinn birst sem aðalkjölfesta þess í leikarahópi. Veturinn 1950-51 er hann þannig í burðarhlutverki í þremur fyrstu sýningunum, bandaríska gamanleiknum Elsku Rut eft- ir Norman Krasna, Marmara og norska leikritinu Önnu Pétursdóttur eftir Hans Wiers-Jensen. Síðan má nánast segja, að hver leiksigurinn reki annan fram yfir miðjan áratuginn, þegar málin taka óvænta stefnu og leiðir skilur með honum og félaginu, að kalla má fyrir fullt og allt. Þessi sóknartími í starfsævi Þorsteins er að því er ég best fæ séð einsdæmi í sögu íslenskra leikara og því vel þess virði að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.