Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 162
160
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
kennsluna legði Móðir náttúra til, en stjórn félagsins leiðbeindi mönnum
með hentugum aðferðum að færa sér námið í nyt.“
Þá leggur Guðmundur til að allsherjarfélagið gefi út rit um náttúruvernd
og náttúrufræði. „Helst ætti það að koma út í heftum, með myndum, tvisv-
ar eða fjórum sinnum á ári. Ritið ættu allir félagsmenn að fá ókeypis, sem
borga víst tillag til félagsins árlega. Jafnt konum sem körlum, á öllum aldri,
skyldi heimilt að gerast félagar.“
Að greinarlokum víkur Guðmundur að þeirri hugmynd nokkurra þjóð-
rækinna manna, að sem flestir karlar klæddust litklæðum að fornum sið á
Þingvallahátíð:
„Það ber vafalaust vott um þjóðrækni íslendinga að þeir semji sig að ein-
hverju leyti að siðum fornmanna, eins og t.d. í búningi. En þar sem landið
er nakið og liggur enn í sárum eftir þá menn, sem báru þjóðbúninginn sem
nú er ráðgert að taka upp, væri ekki nema sanngjarnt að ætlast til að rækt-
arsemi manna til fortíðarinnar kæmi líka fram í því, að efna til litklæða
handa landinu, og reyna að gera þau sem líkust því sem þau voru á hinni
svonefndu gullöld þjóðarinnar, áður en þeim var sundrað.“
6
En nú var þess skammt að bíða að gamall og nýr draumur Guðmundar
Davíðssonar um þjóðgarð á Þingvöllum rættist. Kominn var til áhrifa og
valda sá maðurinn sem hvað skörulegast hafði tekið undir þjóðgarðstillög-
una á sínum tíma, Jónas Jónsson frá Hriflu. Á Alþingi 1928 lagði hann fram
frumvarp um friðun Þingvalla, og varð það að lögum á hinu sama þingi.
Þar var svo kveðið á að frá ársbyrjun 1930 skuli „Þingvellir við Öxará og
grenndin þar vera friðlýstur helgistaður allra íslendinga“. Undir þjóðgarð-
inn skyldi heyra heimaland jarðanna Þingvalla, Skógarkots, Vatnskots og
Hrauntúns, en þær kvaðir settar á jarðirnar Kárastaði, Brúsastaði, Svartagil
og Gjábakka, að ekkert jarðrask, húsbyggingar, vegi, rafleiðslur eða önnur
mannvirki megi þar gera án samþykkis yfirstjórnar þjóðgarðsins. Sérstök
nefnd, Þingvallanefnd, skipuð alþingismönnum og kosin af Alþingi, skyldi
stjórna þjóðgarðinum og setja reglugerð um hið friðlýsta land og meðferð
þess. Er nefndinni heimilað að ráða umsjónarmann á Þingvöllum til fimm
ára í senn, sem hefði með höndum umsjá framkvæmda og vörslu staðarins.
Jónas Jónsson var ákveðinn í að fylgja þessu máli eftir af fullu atfylgi, tók
sæti í Þingvallanefnd og varð fyrsti formaður hennar. Að tillögu hans var
Guðmundur Davíðsson ráðinn þjóðgarðsvörður, og tók hann við þeim
starfa árið 1930.
Með hliðsjón af Alþingishátíð og ákvörðun um þjóðgarð á Þingvöllum