Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 45
ANDVARI
PORSTEINN Ö. STEPHENSEN
43
Næsti vetur, 1956-57, er stórum átakameiri. í upphafi leikársins
fer hann með eitt af aðalhlutverkunum í Það er aldrei að vita eftir
Bernard Shaw og í janúarmánuði er hann Versjinín í Þremur systr-
um, fyrsta stóra Tsjekhovs-leiknum, sem er fluttur á íslandi undir
stjórn Gunnars R. Hansens. Versjinín er glæsilegur og málsnjall her-
liðsforingi, sem heillar eina systranna, Mösju, upp úr skónum. Masja
var leikin af ungri leikkonu, Helgu Valtýsdóttur, sem síðar átti eftir
að sýna glæsileg tilþrif með Þorsteini, bæði á sviði og í útvarpi. Dóm-
ar eru nokkuð skiptir; Ásgeiri, sem er ekki að öllu leyti ánægður
með sýninguna, finnst Þorsteinn mega vera nokkuð unglegri og
kvartar yfir einhæfum handaburði. Að öðru leyti kveður hann leik-
arann sóma sér prýðisvel í foringjabúningnum rússneska. „Gáfur,
virðuleiki og drenglyndi skína af svip hans og orðum; túlkunin hljóð-
lát og blátt áfram, en gædd mannlegri hlýju og þrótti.“60 Öllu nei-
kvæðari er leikdómari Alþýðublaðsins, ungur maður að nafni Sveinn
Einarsson, sem hafði verið að lesa leiklistarfræði í Stokkhólmi næstu
ár á undan og beinir einkum skeytum sínum að skilningi Þorsteins á
hlutverkinu. Sveinn segir hann fara að svo mjúklega, að „reisn her-
mannsins“ skili sér ekki, og hann leggi of mikia áherslu á heimspeki-
legar vangaveltur persónunnar sem séu ekki eins merkilegar og leik-
arinn vill vera láta.61 Ekki megi tylla Versjínín upp á „ímyndaðan fót-
stall“, því að hann sé enginn „stórspámaður byltingarinnar“; með
þeim skilningi raskist eðlilegur gangur leiksins.
Vorið 1957 frumsýndi L. R. í einni spyrðu einþáttunginn Hæ,
þarna úti eftir Bandaríkjamanninn William Saroyan og Browning-
þýðinguna eftir Bretann Terence Rattigan. Browning-þýðingin var
annað leikstjórnarverkefni ungs leikara, Gísla Halldórssonar, á sviði
L. R. Aðalpersóna leiksins, enskur menntaskólakennari, Andrew
Crocker-Harris, er, með orðum Ásgeirs, „gáfaður maður og öðrum
lærðari, en verður að hrökklast frá skóla sínum og ævistarfi á miðj-
um aldri, veikur og vonsvikinn skipbrotsmaður, hann er líkastur
ryðguðu og ónýtu áhaldi sem menn fleygja á sorphauga. Hann vinn-
ur ekki vináttu eða hylli nokkurs manns, nemendum sínum er hann
harðstjóri og plága; eiginkonan hatar hann, óvirðir og fyrirlítur, og
heldur framhjá honum hvenær sem færi býðst.“62
Að einum undanskildum eru leikdómarar á einu máli um, að
þarna hafi Þorsteinn unnið mikinn sigur. Ásgeiri er næst að halda að
hann hafi aldrei náð hærra og þegar gagnrýnandinn fer að lýsa túlk-