Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 73
ANDVARI
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR“
71
svo hellti ég í mig aftur og stökk í burtu, yfir í Fjörð, einhvern fjandann, bara burt,
drakk mig dauðan og kom ekki heim fyrr en undir kvöld daginn eftir. (58)
Eftir að hafa brugðist Ingu og sjálfum sér reynir hann að æla ógeðinu,
drekkja því í brennivíni og flýja.
Einu sinni hafa verkamennirnir þó staðið saman og farið í verkfall:
Heyrðu, manstu eftir allsherjarverkfallinu, þegar herinn ætlaði að fara? Fín samstaða
þá, maður! Líklega í eina skiptið sem verkfallsverðir hafa ekki haft svosem neitt að
gera. Og eina skiptið sem bændur hafa hellt niður mjólkinni með fúsu geði. Og það
verkfall gerðum við sjálfir, þá þurfti engar stjórnir til að segja okkur fyrir verkum.
(73)
Fyrir þjóð á menningarstigi sögumannsins í Snörunni er ekki hægt að hugsa
sér meiri ógæfu en að þurfa að standa á eigin fótum og taka sínar ákvarð-
anir sjálf, rétt eins og saumakonan í Dœgurvísu þarf að gera.
Sala, aðalpersónan í skáldsögunni í sama klefa (1981), streitist heldur
ekki á móti. Þegar sagan gerist er hún á leiðinni suður að hitta fólkið sitt
eftir sextán ár. Hún hafði ráðið sig í kaupavinnu í eitt sumar þegar hún var
nítján ára, en í stað þess að fara aftur heim um haustið trúlofaðist hún öðr-
um sonanna á bænum. Þar með voru örlög hennar ráðin og nú er hún að
heimsækja fólkið sitt í fyrsta skipti, um leið og hún leitar lækninga fyrir
sunnan.
Sala er sem sagt þrjátíu og fimm ára þegar hún segir sögu sína og hún
talar eins og gömul og lífsþreytt kona. Hún situr „dálítið hokin í herðum“
(14) og hreyfir sig „þyngslalega“ (22). Það er „ómögulegt að geta sér til um
aldur hennar, einhversstaðar milli þrítugs og fimmtugs“ (14). Allt fas Sölu
er táknrænt fyrir sjálfsímynd hennar, hún heldur aldrei fram rétti sínum og
lítur á sig sem píslarvott og krossbera.
Viðbrögð Sölu við öllu sem fyrir hana hefur borið í lífinu eru viðbrögð
þolandans sem lítur á lífið eins og óhjákvæmilega píslargöngu sem ekki
þýði neitt að ætla sér að hafa áhrif á.
Eftir fæðingu fyrsta barnsins sækir að henni mikið þunglyndi sem magn-
ast þegar hún skömmu seinna uppgötvar að hún er aftur orðin ólétt. Þá
leitar hún huggunar hjá Berta mági sínum og þau eiga í leynilegu ástarsam-
bandi sem lýkur ekki fyrr en Berti ferst á sjónum tveimur árum seinna.
I sambandinu við Berta má segja að Sala líti á sig sem geranda, en um
leið finnst henni hún hafa verið firrt ráði og rænu:
Það er ekki sú vitleysa til, sem ekki getur komið í hugann þegar þetta tekur öll ráð af
dómgreind manns. (53)
í eina skiptið í lífinu sem Sala gerir eitthvað annað en aðrir ætlast til af