Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 150
148
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
1932, þegar þjóðin var „hvött til þess að gróðursetja 10 milljón trjáplöntur
sem lifandi minnismerki á 200 ára afmæli hins þjóðkunna forseta, Georgs
Washington.“ Og Guðmundur heldur áfram:
„En þær urðu 15 milljónir, plönturnar sem voru gróðursettar. Hér á landi
eru menn á hverju ári að burðast með sveig af dauðum blómum til að
leggja á leiði Jóns Sigurðssonar forseta á afmælisdegi hans. Það voru ekki
einungis skógræktarmenn ríkisins þar vestra sem gróðursettu trjáplönturn-
ar, heldur nálega öll þjóðin, ungir og gamlir, karlar og konur, frá æðsta
embættismanni ríkisins, forsetanum í Hvíta húsinu, til fátæks og umkomu-
lauss verkamanns, og skólafólk frá háskólum ríkisins niður til fámennasta
sveitabarnaskóla. Þetta er lítið sýnishorn af áhuga manna í Bandaríkjunum
fyrir skóggræðslu. Svipað er um áhuga manna og framkvæmdir í Kanada
og flestum löndum í Evrópu. Líklega finnst óvíða eða hvergi önnur eins
áhugadeyfð í þessu máli og verið hefur á Islandi til skamms tíma.“
Tillögur Guðmundar í skógræktarmálum, sem og öllu því er laut að nátt-
úruvernd, þóttu löngum róttækar og voru það á sínum tíma. í ritgerð þeirri
sem hér hefur verið til vitnað, leggur hann ríka áherslu á skyldu opinberra
aðila til þess að efla skógrækt með umtalsverðum fjárstuðningi. Hann telur
að ríki, sýslur og hreppsfélög eigi í sameiningu að koma upp girðingum
umhverfis skógræktarlönd í hverri einustu sveit landsins. Auk þess beri rík-
inu að kosta hæfa menn til að leiðbeina almenningi um gróðursetningu.
Það skuli og sjá til þess að ár hvert séu nægar trjáplöntur til að gróðursetja.
Þegar sú starfsemi væri komin vel á legg, taldi Guðmundur fyllilega koma
til greina að lögfesta skyldugróðursetningu, þannig að öllum íbúum í sveit-
arfélagi hverju bæri að gróðursetja endurgjaldslaust ákveðna tölu trjá-
plantna á ári. „Fyrir utan skyldugróðursetningu hvers einstaklings ætti að
koma þeirri reglu á að hvert barn gróðursetti 100 trjáplöntur í minningu um
foreldra sína og foreldrarnir 100 plöntur fyrir hvert barn sem fæðist. En
hvað sem því nú liði, þá mætti enginn einstaklingur geta komist hjá að
gróðursetja færri trjáplöntur um ævina en þúsund. Ef einhver maður af
gildum ástæðum gæti ekki innt gróðursetninguna af hendi, bæri ríkinu að
láta framkvæma hana.“
Guðmundur gerði sér ljóst að fyrst um sinn yrði örðugleikum bundið að
afla nægra trjáplantna til umfangsmikillar gróðursetningar hér innanlands.
Varð hann einna fyrstur manna til að hvetja til þess að leitað yrði til ann-
arra landa eftir trjáplöntum af harðgerðum stofnum, og nefndi Noreg og
Norður-Svíþjóð vænleg í því sambandi. „Byrjaði þá ný landnámsöld, hlið-
stæð hinni fornu. Hingað myndu flytjast harðgerðustu barrtrén, sem nú
byggja Skandinavíuskagann, og nema hér land eins og kapparnir sem það-
an komu og byggðu Island til forna.“