Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 157
ANDVARI
RÁN EÐA RÆKTUN
155
mynda félagsbúskap. Taka eina jörð að minnsta kosti þrír saman, þaul-
rækta hana þangað til hún gefur af sér tífalt meiri arð en hún gerði, er hún
var í órækt og einbýli . . . Einangurs búskapurinn er skaðlegur félagslyndi
manna og samvinnu.“
Viðliorf Guðmundar til auðsuppsprettunnar miklu, hafsins, voru einnig
róttæk og þóttu nýstárleg. Þar gagnrýndi hann gegndarlausa rányrkju, sem
fyrr eða síðar hlyti að enda með skelfingu, og boðaði stórfellda fiskirækt.
Um það áhugamál sitt hafði hann áður skrifað í Ægi, blað Fiskifélagsins, en
gerði málinu nú nokkru fyllri skil:
„Þeir sem stunda landbúnaðinn sá að einhverju leyti til uppskerunnar, en
sjómennirnir ekki. Fiskveiðarnar eru algert rán, og hafa alltaf verið það hér
við land. Sæju menn sér hagnað að því í svipinn að ausa á einu ári öllum
fiskinum úr hafinu upp á þurrt land, mundu þeir ekki hika við að gera það,
hvað sem tæki svo við á eftir. En það er eins og menn hafi þá skoðun að
fiskunum geti aldrei fækkað, hve margar milljónir sem drepnar eru af
þeim . . . En það sannast, þótt seinna verði, að fiskurinn í sjónum mun
þverra, engu síður en skógurinn í landinu, ef ekki er reist rönd við því í
tíma. Allar breytingar, sem orðið hafa á sjávarútvegi seinni tíma, miða að
því að finna upp sem fullkomnastar veiðivélar, í því skyni að ná sem mestu
af fiskinum á sem skemmstum tíma, en ekki hið minnsta gert til þess að
rækta hann, þótt menn viti að það sé ofureinfalt, og að með því móti megi
tryggja fiskmergðina í sjónum um aldur og ævi, hve mikið sem veitt er.“
Guðmundur leitast síðan við að leiða rök að því að botnvörpur séu afar
skaðvænleg veiðarfæri og verði æ fullkomnari drápstæki, sem „hljóta að
verða orsök að algerðri fiskþurrð í framtíðinni, einkum þar sem búast má
við að veiðarnar aukist að miklum mun frá því sem nú er.“ Kemst Guð-
mundur að þeirri niðurstöðu að það sé ekki íslendingum að þakka að nátt-
úrugæði landsins sjálfs og hafsins umhverfis það séu ekki þegar þurrausin,
heldur hinu „að frjósemi og lífseigja hinnar lifandi náttúru er svo mikil að
ekki hefur áunnist að spilla þeim til fulls með þeim áhöldum og tækjum
sem hingað til hafa verið notuð. Og hann bætir við: „Það lætur nærri að 80
menn af hverjum 100 hér á landi lifi svipuðu lífi og skrælingjar, á því sem
þeir hrifsa til sín með ránshendi úr auðsæld landsins og náttúrugæðum.“
Guðmundur telur að einungis ein leið sé fær til að forða því að firðir og
flóar og hafið umhverfis landið verði fisklaust sakir ofveiði að nokkrum
tíma liðnum, og hún sé sú að hefja og þróa fiskirækt í síauknum mæli. Það
telur hann fyllilega raunhæft og staðhæfir, að með öðrum þjóðum hafi fiski-
rækt gefið góða raun. Kínverjar hafi lagt stund á hana frá alda öðli. Víða í
Evrópu hafi menn mikla reynslu af að klekja út seiðum bergvatnsfiska, og
á nokkrum stöðum hafi klak sjávarfiska, svo sem þorsks, verið reynt með
ágætum árangri. Nefnir hann í því sambandi sex ára tilraunir í Arendal í