Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 157

Andvari - 01.01.1995, Qupperneq 157
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 155 mynda félagsbúskap. Taka eina jörð að minnsta kosti þrír saman, þaul- rækta hana þangað til hún gefur af sér tífalt meiri arð en hún gerði, er hún var í órækt og einbýli . . . Einangurs búskapurinn er skaðlegur félagslyndi manna og samvinnu.“ Viðliorf Guðmundar til auðsuppsprettunnar miklu, hafsins, voru einnig róttæk og þóttu nýstárleg. Þar gagnrýndi hann gegndarlausa rányrkju, sem fyrr eða síðar hlyti að enda með skelfingu, og boðaði stórfellda fiskirækt. Um það áhugamál sitt hafði hann áður skrifað í Ægi, blað Fiskifélagsins, en gerði málinu nú nokkru fyllri skil: „Þeir sem stunda landbúnaðinn sá að einhverju leyti til uppskerunnar, en sjómennirnir ekki. Fiskveiðarnar eru algert rán, og hafa alltaf verið það hér við land. Sæju menn sér hagnað að því í svipinn að ausa á einu ári öllum fiskinum úr hafinu upp á þurrt land, mundu þeir ekki hika við að gera það, hvað sem tæki svo við á eftir. En það er eins og menn hafi þá skoðun að fiskunum geti aldrei fækkað, hve margar milljónir sem drepnar eru af þeim . . . En það sannast, þótt seinna verði, að fiskurinn í sjónum mun þverra, engu síður en skógurinn í landinu, ef ekki er reist rönd við því í tíma. Allar breytingar, sem orðið hafa á sjávarútvegi seinni tíma, miða að því að finna upp sem fullkomnastar veiðivélar, í því skyni að ná sem mestu af fiskinum á sem skemmstum tíma, en ekki hið minnsta gert til þess að rækta hann, þótt menn viti að það sé ofureinfalt, og að með því móti megi tryggja fiskmergðina í sjónum um aldur og ævi, hve mikið sem veitt er.“ Guðmundur leitast síðan við að leiða rök að því að botnvörpur séu afar skaðvænleg veiðarfæri og verði æ fullkomnari drápstæki, sem „hljóta að verða orsök að algerðri fiskþurrð í framtíðinni, einkum þar sem búast má við að veiðarnar aukist að miklum mun frá því sem nú er.“ Kemst Guð- mundur að þeirri niðurstöðu að það sé ekki íslendingum að þakka að nátt- úrugæði landsins sjálfs og hafsins umhverfis það séu ekki þegar þurrausin, heldur hinu „að frjósemi og lífseigja hinnar lifandi náttúru er svo mikil að ekki hefur áunnist að spilla þeim til fulls með þeim áhöldum og tækjum sem hingað til hafa verið notuð. Og hann bætir við: „Það lætur nærri að 80 menn af hverjum 100 hér á landi lifi svipuðu lífi og skrælingjar, á því sem þeir hrifsa til sín með ránshendi úr auðsæld landsins og náttúrugæðum.“ Guðmundur telur að einungis ein leið sé fær til að forða því að firðir og flóar og hafið umhverfis landið verði fisklaust sakir ofveiði að nokkrum tíma liðnum, og hún sé sú að hefja og þróa fiskirækt í síauknum mæli. Það telur hann fyllilega raunhæft og staðhæfir, að með öðrum þjóðum hafi fiski- rækt gefið góða raun. Kínverjar hafi lagt stund á hana frá alda öðli. Víða í Evrópu hafi menn mikla reynslu af að klekja út seiðum bergvatnsfiska, og á nokkrum stöðum hafi klak sjávarfiska, svo sem þorsks, verið reynt með ágætum árangri. Nefnir hann í því sambandi sex ára tilraunir í Arendal í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.