Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 140

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 140
138 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI jarteinum í sálmunum.84 Blóðlitur tunglsins vísar til pínu Krists og píslar- vottanna.85 Sjórinn sem brennur á fyrirmynd í Opinberunarbók Jóhannes- ar.86 Grátur skýsins samsvarar harmi föðurins eftir son sinn en skýið er al- gengt föðurtákn í kristnu myndmáli.87 Viðbrögð náttúrunnar sanna helgi Páls byskups. Á dögum Páls eru þau ekki síðri sönnunargögn en fingraför nú. Þannig er sannleikurinn breyting- um háður. En það var ekki skoðun þeirra tíma. Sannleikurinn var einn og óumbreytanlegur. Hann var Guð sjálfur: „Eg er vegurinn og sannleikurinn og lífið.“88 Fyrir lesendur helgrar ævisögu eru tákn Guðs í náttúrunni ekki ótrúlegri en gjörðir þeirra sjálfra. Því síður eru þau ósannari. Sá sannleikur sem skiptir lesendur byskupasögu meginmáli er að kirkjan er helg og leið- togar hennar með.89 Páll byskup Jónsson einnig. Hið heilaga byskupsembœtti Páls saga er að mörgu leyti óhefðbundin helgisaga. Hún leggur meiri áherslu á veraldlega fjölskyldu en tíðkast. Sumar dyggðir Páls eiga fremur við höfðingja en kennimann. En hafa ber í huga að byskup er í senn höfð- ingi og kennimaður. Auk þess hefur sagan óhemju mikinn áhuga á erlendu tignarfólki, ekki aðeins kennimönnum heldur og konungum, jörlum og við- líka lýð. Á köflum er engu líkara en höfundur telji sig vera að semja kon- ungasögu.90 Einnig mætti telja til sérkenna að þar er enginn almúgi og fá- tæklingar sjást hvergi en það er þó málum blandið. Flestir dýrlingar þess tíma voru úr yfirstétt.91 Fátæktardýrkun kemur ekki fram af krafti fyrr en með betlimunkum 13. aldar.92 Sögur Skálholtsbyskupa eru höfðingjasögur. Þessi einkenni eru hins vegar hverfandi. Þó að þau stingi í augu er vill- andi að láta sér verða starsýnt á þau. Ekki má gleyma að íslensk helgirit eru hluti af innlendri sagnahefð og sækja margt til hennar. En skýrt mark- mið þeirra greinir þau frá öðrum sögum. Það er því hæpið að greina þau í tvær bókmenntagreinar, játarasögur og ævisögur sem „hlíta öðrum en þó skyldum frásagnarlögum“ eins og gert er í nýlegu yfirlitsriti.93 Hér hefur verið sýnt að byskup sem ekki er árnaðarmaður er eigi að síður helgur og saga hans helgisaga (vita) án kraftaverka, helg ævisaga. Eg hef hér farið frjálslega með orð, nefnt Pál dýrling, helgan mann eða kirkjuhöfðingja. Er það með ráðum gert. Á þeim tíma var skipting manna í dýrlinga og aðra ekki ótvíræð heldur ákveðið stigveldi í heilagleik.94 Efst er María, þá postular og kirkjufeður og að lokum venjulegir árnaðarmenn. Kirkjuhöfðingjar sem ekki urðu árnaðarmenn voru heilagir á sinn hátt. Þannig er Páll ekki heilagur eins og Þorlákur en hann situr í helgu embætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.