Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 160
158
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
ástæðan til þess að svo lengi hefur verið dvalið hér við þessa tilteknu rit-
gerð er sú, að hana má með fullum rétti kalla stefnuskrá Guðmundar Dav-
íðssonar. Lætur nærri að flestar hinar mörgu ritsmíðar hans síðar á ævinni
væru útfærslur eða áréttingar einhverra þeirra þátta náttúruverndar, sem
þar koma fram. í umfjöllun um þær verður því farið fljótt yfir sögu.
5
Eftir því sem nær dró þúsund ára afmæli Alþingis, beindust augu æ fleiri
manna að Þingvöllum, einkum er ákveðið hafði verið að minnast afmælis-
ins með þjóðhátíðarhaldi á hinum fornhelga stað. Guðmundur Davíðsson
var óþreytandi og lýsti í harðorðum greinum, hver þjóðarskömm það væri
að allt skyldi vera þar í niðurníðslu. Nú væri svo komið að enginn þjóðræk-
inn maður gæti kinnroðalaust sýnt erlendum gestum þennan „hjartastað
landsins“. Samt ætti að fara að efna þar til hátíðahalda, svo sem verðugt
væri, og leiða konung landsins á „helgan völl“.
Ýmsir tóku undir með Guðmundi, og af hvað mestum myndugleik
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, sem þá hafði í smíðum bók um al-
þingisstaðinn forna. Taldi hann óhjákvæmilegt að gera á Þingvöllum um-
talsverðar umbætur, ætti að takast að halda þar afmælishátíð svo að sæm-
andi gæti talist.
Hinn 21. jan. 1928 birtist í Tímanum grein eftir Guðmund Davíðsson.
Hún hefst með snarpri brýningu um friðlýsingu Þingvalla og nauðsynlegt
eftirlit þar, en meginefnið er þó tillaga um félagsskap sem við hæfi sé að
stofnaður verði í tilefni af fyrirhugaðri Alþingishátíð.
„Þá er annað menningarmál, sem vel mætti setja í samband við Alþingis-
hátíðina, sem í hönd fer. Það er stofnun allsherjar náttúruverndarfélags hér
á landi. Að undanskilinni friðhelgi Þingvalla mundi fátt betur fallið til að
halda á lofti þúsund ára afmæli Alþingis en sá félagsskapur, eins og ég hef
hugsað mér hann í framkvæmd.“
Guðmundur telur að slíkt allsherjarfélag hefði átt að vera stofnsett fyrir
löngu, og náð fótfestu í hverju einasta sveitarfélagi landsins. Nú sé ekki
seinna vænna að þjóðin sýni í verki að hún kunni að meta þann skerf sem
náttúran hefur frá því að land byggðist lagt til viðgangs og þroska þjóðar-
innar. Síðan segir:
„Eins og nafnið bendir á, er gert ráð fyrir að félagið fengist aðallega við
náttúruverndun, en jafnframt yrði það að hafa á hendi frœðslustarf og rœkt-
unarstarf. Þessi þríþættu störf félagsins gripu hvert inn í annað, eru náskyld
og mundu samrýmast vel í framkvæmdinni.“
Höfundur lýsir síðan í alllöngu máli hvernig hann hugsar sér að hvert at-