Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 110
JÓHANN SIGURJÓNSSON
Bréf
A. Bréf til Árna Eiríkssonar
1.12 1908
Niels Henningsensgata 16 I
Kæri vin.
Hjartans þökk fyrir síðast. Þá eru leiktjöldin flogin á stað, jeg vona að
yður líki þau vel. Við áttum í töluverðu basli með að fá eitthvað til að skýla
hliðunum, í fyrsta þætti ljet jeg setja brunnhús, það skýlir til vinstri hliðar
en stakketið til hægri; í öðrum þætti er tjaldið til vinstri. Carl Lund áleit að
það væri best að hafa það virkilegt en ekki málað, svo það verðið þjer að
láta búa til; til hægri handar skýlir stór hraunsteinn; þriðji þátturinn er
vandalaus. í fjórða þætti hugsa jeg mjer að brunnhúsið standi eins og í
fyrsta þætti, það er úr timbri svo það er eðligt (sic) að það hrynji síður en
bærinn; í þeim þætti ætlast jeg til að baktjaldið úr öðrum þætti sje brúkað
en þá þarf að lypta því upp þannig að það sjáist út yfir hraunið á bakvið
rústirnar. Baktjaldið í öðrum þætti, hraunið, er nokkuð öðruvísi en jeg
hafði hugsað mjer en það er fallegt, auðvitað hefðu öll tjöldin orðið ennþá
nákvæmari hefðum við átt íslenskan Carl Lund en af útlendingi eru þau
snildarlega góð.
Það verður lítið úr loforðunum um að senda ykkur myndir frá Dagmar-
leikhúsinu, ólukku direktörinn dregur og dregur að láta leika það, nú verð-
ur það ekki leikið fyr en eptir nýjár og jeg get ekkert sagt, því að það
stendur ekki í samningnum hvenær það eigi að leikast, en jeg reiddi mig á
hans orð, mín einasta huggun er að það hefur staðið utan á leikhúsinu að
það eigi að leikast í þessari saison, svo jeg vona jeg lifi að sjá það.
Jeg vildi óska að jeg væri staddur í Vík annan jóladag, jeg hefði gaman af
því að sjá yður um leið og þjer hyrfuð inn í rústirnar. Jeg bið innilega að
heilsa Stefaníu, jeg gat ekki svarað manninum hennar uppá brjef sem hann
sendi mjer um það hvenær leikritið yrði leikið hjer, af þeirri einföldu