Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 159

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 159
ANDVARi RÁN EÐA RÆKTUN 157 Guðmundur svarar síðan þeim mönnum, sem telja sig finna ósamræmi í því að líta annars vegar á hernaðinn gegn villtum dýrum sem skrælingja- hátt, en mæla á hinn bóginn með dýraeldi til að hafa af því arð. Um þetta segir hann: „Með því að halda því fram, hve ranglátt sé eða heimildarlaust að drepa villtar skepnur, gæti sumum mönnum dottið í hug að slíkt hið sama gilti um tömdu dýrin, og í raun og veru mætti þá ekki drepa nokkra skepnu, tamda eða villta. En hér er ólíku saman að jafna. Bæði jurta- og dýraræktun helg- ar mönnum rétt til ávaxtanna. Maðurinn ræktar húsdýrin og gefur þeim líf- ið - ef svo má að orði komast - og verndar það. Hann hefur því rétt til að taka það, þegar honum þóknast." Þessu til viðbótar leggur Guðmundur áherslu á það, að sú sé skylda hvers manns sem elur dýr sér til ánægju eða lífsframfæris, að láta fara vel um þau og beita hreinlegustu og kvalaminnstu aðferðum til aflífunar, þegar þar að kemur. Sé slíku þá ekki saman að jafna við aðfarir þeirra dráp- gjörnu manna sem helst megi ekki sjá neitt kvikt í náttúrunni, án þess að skjóta á það og reyna að murka úr því lífið, oft með hroðalegum aðferðum. Undir lok ritgerðar sinnar kemst Guðmundur svo að orði: „Pað vantar síst að mikið er nú á dögum ritað og rætt um ættjarðarást, stjórnmál, frelsi og ýmiskonar mannréttindi, en hvers hefur náttúra lands- ins notið af ættjarðarást og stjórnfrelsi landsmanna? Spyrjum melana og flögin, sem áður voru vafin gróðri, ár og læki, þar sem áður var kvikt af fiskum; spyrjum yfirleitt allan villigróður og allt villt dýralíf landsins. Mundu svörin ekki verða þvílík, að fullnóg væri til þess að láta hvern ær- Iegan íslending roðna og skammast sín? Um ættjarðarástina og ræktarsemi manna til landsins má helst lesa í prentuðum bókum, en síður í bók náttúr- unnar.“ Ekki verður þess vart að ritgerðin Rán eða ræktun vekti mikla athygli. Ári eftir útkomu hennar (26. júlí 1924) birtist þó í Tímanum mjög lofsam- leg grein um hana eftir Sigurð Kristófer Pétursson rithöfund. Telur hann margt vel og viturlega athugað hjá Guðmundi, og kveðst gera sér vonir um að ritgerð hans verði til þess að vekja marga til að hugsa um ræktun til lands og sjávar og hyggja af rányrkju. Sigurður Kristófer lýkur grein sinni á þessa leið: „Ritgerð þessi er einstök í sinni röð og ætti hver maður að lesa hana. Merkur maður vestanhafs sagði í bréfi að hún væri einhver hin besta og þarfasta hugvekja er hann hefði lesið á íslensku. Segir hann, að ef hann hefði átt að ráða yfir verðlaunasjóði, myndi hann hafa lagt til að verðlauna þessa ritgerð, enda mun margt verðlaunað nú á dögum er síður skyldi.“ Ekki rættist sú von Sigurðar Kristófers að ritgerð Guðmundar yrði til að vekja marga af svefni, né breyta viðhorfum þeirra til náttúruverndar. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.