Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 52
50
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
hinu nýja leiklistarstúdíói Ríkisútvarpsins í húsi þess við Efstaleitið,
aldurhniginn sjónvarpssjúkling í Lögtaki, litlum gamanleik eftir
Andrés Indriðason. Ari síðar lék hann næstsíðasta hlutverk sitt í
stuttu leikriti eftir Úlf Hjörvar á móti Val Gíslasyni; það var
síðasta hlutverk Vals og var þá tekin mynd sú af hinum öldruðu
heiðursmönnum, sem fylgir þessari grein. Síðustu mánuðina dvaldi
hann á Vífilsstaðaspítala og þar lést hann að morgni 13. nóvembers
1991.
★ ★ ★
Þorsteinn Gunnarsson leikari bendir á það í minningargrein um
nafna sinn, að hann hafi verið einn þeirra leikara sem kjósa fremur
„að beygja persónur leiksins undir sig en elta þær uppi eftir ytri ein-
kennum“.75 Þarna er vikið að gamalli hugmynd um skiptingu leikara
í tvo flokka, annars vegar þá sem halda í persónuleg einkenni sjálfra
sín, sama hvers konar persónur þeir eru að túlka, hins vegar þá sem
leitast við að þurrka út eigið svipmót í þeim tilgangi að draga sem
skýrast fram sérkennileik hverrar persónu.
Þó að hér sé auðvitað ekki um nein vísindi að ræða, þá getur
stundum verið ágætt að hafa þessa hugmynd á bak við eyrað. Meðal
íslenskra leikara hygg ég, að betri fulltrúi þeirra, sem við gætum kall-
að „umbreytingarleikara“, sé vandfundinn en Róbert Arnfinnsson,
en af erlendum leikurum, sem eru vel þekktir hér á landi, kemur
Laurence Olivier einna fyrstur upp í hugann. Hæfileiki lávarðarins til
hamskipta var engu líkur og eru dæmi um það auðfundin í kvik-
myndum og sjónvarpsuppfærslum. Starfsbróðir hans John Gielgud
myndi hins vegar fremur vera talinn til þeirra sem hneigjast til að
vera sjálfum sér líkir, „personality“-leikaranna eins og þeir eru
stundum nefndir á enskri tungu. Af íslenskum leikurum er Gísli
Halldórsson gott dæmi.
Eins og þessi nöfn sýna felur þessi flokkunartilraun ekki í sér
neins konar gæðamat; það er enginn sem segir, að annar „flokkur-
inn“ sé á einhvern hátt æðri hinum. Þvert á móti hafa sumir viljað
halda því fram, að list þeirra leikara, sem heyri með mjög augljósum
hætti til annars hvors flokksins, sé oftar en ekki háð ákveðnum tak-
mörkunum. Þannig sé þeim leikurum, sem eru mjög slyngir að fara
úr einum ham í annan, hætt við að rista grunnt og komast ekki fylli-