Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 153

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 153
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 151 um það, þó að allt sé atað og sundurtætt af gestum og gangandi. Er því ekki annað sýnna en að fornhelgi þingstaðurinn - „hjarta íslands“ - verði eftir fáa áratugi sundurtættur og gjöreyddur gróðri og hlaðinn afskræmdum nývirkjum. Búðarústirnar fornu niðurtroðnar af hesta og manna fótum, svo ekki standi þar steinn yfir steini. Væri oss það lítill sómi að skila eftir- komendunum Pingvöllum þannig útleiknum, vitandi að vér höfum lagt ósvikinn skerf til eyðileggingar hans, á meðan vér þó erum að varpa yfir hann dýrðarljóma í ógleymandi ljóðum.“ Þessu næst víkur Guðmundur að því að víða í löndum hafi verið stofnað- ir þjóðgarðar, og sé víðfrægastur þeirra þjóðskemmtigarðurinn alkunni í Bandaríkjunum. Síðan heldur hann áfram: „Valdir eru landshlutar undir þjóðgarðana, sem einkennilegir eru eða þar sem landslag og jurtagróður eru einkennileg að fegurð. Þjóðgarðarnir eru friðhelgir reitir. Engum er leyft að deyða þar nokkra skepnu, né skemma jurtagróðurinn. Náttúran fær algerlega að njóta sín, óspillt af hálfu mannsins og alidýra hans. Þjóðgarðar þessir eru flestir þjóðeignir og opin- berir skemmtistaðir almennings, - „til gagns og gleði fyrir þjóðina“, eins og komist er að orði um þjóðgarðinn fræga í Bandaríkjunum. Þingvellir við Öxará væri sá staður, sem framar öllum öðrum stöðum hér á landi ætti skilið að vera gerður að þjóðgarði íslands, ekki einungis sökum þess hve náttúran þar er einkennileg og fögur, heldur líka vegna hins hve merkur og víðfrægur sögustaður hann er . . . Landslagsfegurð hafa Þing- vellir á borð við flesta eða alla þjóðgarða, að undanskildum þjóðgarðinum mikla í Bandaríkjunum; og sem sögustaður tekur hann þeim öllum fram. Þjóðgarður íslands gæti Þingvöllur því aðeins orðið að afmörkuð væri landspilda umhverfis hann með traustri og gripheldri girðingu, er bægði öllum alidýrum frá landinu, sem á einhvern hátt skemma það eða gróður þess. Mætti hið afmarkaða svæði eigi minna vera en svo að það tæki yfir hraunið milli Almannagjár og Hrafnagjár. Er svæði það að miklu leyti af- girt frá náttúrunnar hendi, nema að norðaustan . . . Þótt ekki væri stærri blettur tekinn og gerður að þjóðgarði, þar sem griðastaður væri fenginn jurtagróðri, fuglum og öðrum villtum dýrum, er þar tækist að hafa, gæti slíkt að einhverju leyti stutt að því að ala upp þann hugsunarhátt að sak- lausir fuglar og egg þeirra eigi líka rétt á sér. Því svo friðhelgur skyldi þjóð- garðurinn vera, að háar sektir lægju við ef drepið væri þar nokkurt dýr, tekin fuglsegg, skemmd jurt eða yfirleitt nokkru því misþyrmt, dauðu eða lifandi, sem garðurinn á að vernda.“ Undir lok ritgerðar sinnar víkur Guðmundur að því að eftir 17 ár verði þess væntanlega minnst að þúsund ár séu þá liðin frá upphafi Alþingis á Þingvöllum. Sæti allt í sama horfi og hingað til yrði þá ömurlegt um að lit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.