Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 24
22 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI í Þjóðleikhúsnefndinni, sem átti að fylgja eftir einu helsta áhugamáli hans um ævina, byggingu Þjóðleikhúss. Þessi volduga fjölskylda hafði um árabil borið ægishjálm yfir aðra í Leikfélagi Reykjavíkur en Stefaníu Guðmundsdóttur, dáðustu leikkonu landsins, og skyldulið hennar. Þegar hér var komið sögu voru þau Jens og Eufemía hætt beinum afskiptum af leikstarfi og Stefanía látin langt fyrir aldur fram. Leik- félagið var því í nokkurri forystukreppu, því að Indriði Waage, sem hafði framan af sýnt talsverð tilþrif, m. a. fyrstur manna sett Shake- speares-leiki hér á svið við góðar undirtektir áhorfenda, var auðvitað enn ungur og óharðnaður. Honum og fólki hans hefur vafalítið strax orðið ljóst, hvert hinn lærði leikari, sem ætlaði sér að lifa af listinni, stefndi. Þarna mættust því stálin stinn og leiddi af bæði harðvítug og langdregin átök, sem áttu eftir að eitra starf Leikfélags Reykjavíkur langt fram á næsta áratug. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það, að þessi úlfúð, sem birtist m. a. í svæsnum blaðaskrifum, hefur ekki verið reykvískri leikarastétt til framdráttar á þeim tíma, sem hún hefði þurft að standa sameinuð um mikilvægasta hagsmunamál sitt, Þjóðleikhúsbygginguna. Þessi saga verður ekki rakin án þess að tiltækar frumheimildir séu kannaðar, sem er eitt af mörgum óunnum verkefnum íslenskrar leik- listarfræði. Sögu Þorsteins tengist hún að því leyti, að hann skipar sér strax í fylkingu með Haraldi. Alþingishátíðarsumarið 1930 var mikill völlur á Haraldi; honum var falið að stýra svokallaðri sögulegri sýn- ingu á hátíðinni sjálfri og skömmu síðar var sviðssetning hans á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar frumsýnd í Iðnó. Voru þeir Lárus Sigurbjörnsson og Þorsteinn aðalbandamenn hans í því fyrir- tæki. Anna Borg var fengin frá Kaupmannahöfn til að leika aðal- hlutverkið, sem hún gerði við mikla hrifningu leikdómara. Lék Þorsteinn Björn hreppstjóra og fær vinsamlegar umsagnir flestra sem á annað borð þykir taka því að nefna hann. Bjarni Guðmundsson segir hann t. d. hafa skapað nýja persónu, „öfgalausa og ramm- íslenska"11 og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson segir þá Björn og Jón bónda, sem Friðfinnur Guðjónsson lék eins og í öllum fyrri sýning- um leiksins við miklar vinsældir, vera lifandi komna úr íslensku sveitalífi.12 Dani nokkur, sem sá sýninguna og skrifaði um hana í danskt tímarit, var hins vegar ekki eins jákvæður; honum finnst skól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.