Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 24
22
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
í Þjóðleikhúsnefndinni, sem átti að fylgja eftir einu helsta áhugamáli
hans um ævina, byggingu Þjóðleikhúss. Þessi volduga fjölskylda
hafði um árabil borið ægishjálm yfir aðra í Leikfélagi Reykjavíkur en
Stefaníu Guðmundsdóttur, dáðustu leikkonu landsins, og skyldulið
hennar.
Þegar hér var komið sögu voru þau Jens og Eufemía hætt beinum
afskiptum af leikstarfi og Stefanía látin langt fyrir aldur fram. Leik-
félagið var því í nokkurri forystukreppu, því að Indriði Waage, sem
hafði framan af sýnt talsverð tilþrif, m. a. fyrstur manna sett Shake-
speares-leiki hér á svið við góðar undirtektir áhorfenda, var auðvitað
enn ungur og óharðnaður. Honum og fólki hans hefur vafalítið strax
orðið ljóst, hvert hinn lærði leikari, sem ætlaði sér að lifa af listinni,
stefndi. Þarna mættust því stálin stinn og leiddi af bæði harðvítug og
langdregin átök, sem áttu eftir að eitra starf Leikfélags Reykjavíkur
langt fram á næsta áratug. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur með
það, að þessi úlfúð, sem birtist m. a. í svæsnum blaðaskrifum, hefur
ekki verið reykvískri leikarastétt til framdráttar á þeim tíma, sem
hún hefði þurft að standa sameinuð um mikilvægasta hagsmunamál
sitt, Þjóðleikhúsbygginguna.
Þessi saga verður ekki rakin án þess að tiltækar frumheimildir séu
kannaðar, sem er eitt af mörgum óunnum verkefnum íslenskrar leik-
listarfræði. Sögu Þorsteins tengist hún að því leyti, að hann skipar sér
strax í fylkingu með Haraldi. Alþingishátíðarsumarið 1930 var mikill
völlur á Haraldi; honum var falið að stýra svokallaðri sögulegri sýn-
ingu á hátíðinni sjálfri og skömmu síðar var sviðssetning hans á
Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar frumsýnd í Iðnó. Voru þeir
Lárus Sigurbjörnsson og Þorsteinn aðalbandamenn hans í því fyrir-
tæki. Anna Borg var fengin frá Kaupmannahöfn til að leika aðal-
hlutverkið, sem hún gerði við mikla hrifningu leikdómara. Lék
Þorsteinn Björn hreppstjóra og fær vinsamlegar umsagnir flestra sem
á annað borð þykir taka því að nefna hann. Bjarni Guðmundsson
segir hann t. d. hafa skapað nýja persónu, „öfgalausa og ramm-
íslenska"11 og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson segir þá Björn og Jón
bónda, sem Friðfinnur Guðjónsson lék eins og í öllum fyrri sýning-
um leiksins við miklar vinsældir, vera lifandi komna úr íslensku
sveitalífi.12 Dani nokkur, sem sá sýninguna og skrifaði um hana í
danskt tímarit, var hins vegar ekki eins jákvæður; honum finnst skól-