Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 91
andvari
VITIÐ í ÓVITINU
89
unnar og nútímans.6 Það er eðlilegt að spyrja hverju Englar alheimsins bæti
við þessa fjögurra alda sagnahefð um vitfirringinn í heiminum. Hér verður
þeirri spurningu þó einungis varpað fram til að lesendur næstu aldar geti
velt henni fyrir sér.
Sögumaður Engla alheimsins hefur nokkra sérstöðu þar sem hann er
ekki í tölu lifenda er hann hefur að segja sögu sína. Páll Ólafsson rekur ævi
sína allt frá því að honum er þröngvað út í heiminn - gegn vilja sínum - þar
til hann yfirgefur þann sama heim af fúsum og frjálsum vilja fjörutíu árum
síðar. Páll fæðist sama dag og ísland gengur í NATO, þegar „heimurinn
varð allt í einu einsog smækkuð mynd af geðsjúkum manni, vitfirrtur og
klofinn í tvennt; heimsmyndin krónísk ranghugmynd“ (s. 23), en það verða
einmitt örlög hans sjálfs að lenda í klóm geðveikinnar.
Sagan lýsir því hvernig geðklofi gerir smátt og smátt vart við sig hjá Páli
og tekur að endingu öll völd í sálarlífi hans; honum finnst einhver vera að
ofsækja sig, hrukkótt skrímsli reyna að kyrkja hann og raddir taka að hvísla
að honum úr ólíklegustu áttum:
En svo kom guð.
Hann sagði mér að ég væri síðasti maður jarðarinnar, að ég ætti að hefja smíðar og
breyta herberginu mínu í örk (s. 143).
Páli er komið fyrir á Kleppi. Þar er hann sprautaður niður og er það upp-
hafið að endalokum hans. Eðli hans er bælt, það er rekið öfugt niður í sál-
ardjúpin og svo er honum hleypt út. Hann verður „einn af þessum ósýni-
legu þjóðfélagsþegnum sem líða með vindinum í gegnum Austurstrætið“
(206). Og þótt myrkrið sé horfið úr sál hans er lífslöngunin slokknuð.
IV
Don Kíkóti markar ekki aðeins upphaf skáldsögunnar og nýs tíma; hann er
einnig tengiliður við fyrri tíma, eins og franski heimspekingurinn Michel
Foucault hefur bent á.7 Don Kíkóti er afkvæmi þess tímaskeiðs þegar hugs-
un manna tók mið af samsvörunum, þegar þekkingarleitin snerist um að
finna og afhjúpa líkindi á milli orða og hluta, leiða í ljós samhengið í heim-
mum. Riddarinn sjónumhryggi gerir því ekki greinarmun á tungumáli og
veruleika; hann ferðast um heiminn og leitar að sönnun þeirra texta sem
hann hefur lesið, hann reynir að lifa bækurnar sínar; riddarasögurnar eru
veruleiki hans. En Don Kíkóti lifir á tímum þegar samspili líkinga og tákna
er lokið, segir Foucault, þegar tungumálið er ekki lengur veruleiki og öfugt.
Hann er uppi á tímum mismunarins og tilraunir hans til að færa sönnur á
samsömun orða og hluta vekja einungis hlátur samtímans. Hann er fangi