Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 102
100
JÓNAS HALLGRÍMSSON
ANDVARI
frá suðri til norðurs. Brennisteinninn reynist þar vera mjög hreinn og oft-
lega eins og bráðinn saman í þéttar hellur, og er neðraborðið þá sett fögr-
um en smáum kristöllum; ámóta góðir brennisteinsnámar finnast einnig
víða utan í Námafjalli, mót suðaustri, austri og einkum norðaustri, þar sem
afraksturinn er bæði mikill og fagur. Jarðvegurinn í þessum námum er
mjög svipaður og í bestu reitunum í Hlíðarnámum; hann er alllaus í sér og
jafnblautur, en hvergi allt of blautur, og allir þeir steinar sem þar eru hafa
augsýnilega góð áhrif á brennisteinsmyndunina, með því að brennisteinn-
inn safnast utan um steinana sem tíðum falla yfir námana niður úr hlíðinni
fyrir ofan og undir slíkum steinum má yfirleitt ganga að þykkum brenni-
steinshellum vísum. Öll sú möl og sandur, sem þarna er alls staðar og vind-
urinn feykir yfir námana, virðist einnig hafa góð áhrif á brennisteinsmynd-
unina, nái þetta yfirlag hæfilegri þykkt, aftur á móti getur það einnig átt til
að hefta brennisteinsmyndunina eða stöðva hana með öllu og breyta lif-
andi nám í dauðan, ef það verður allt of þykkt og þungt og hindrar brenni-
steinsgufurnar, sem leita útgöngu, að komast í hæfilega snertingu við and-
rúmsloftið. Það eru víst margir slíkir dauðir og gjöfulir námar á þessum
slóðum, og kemur víst stundum fyrir að fáeinir af því tagi finnast jafnvel
fjarri Námafjalli sjálfu, á láglendinu sunnan og austan þess, og gefa þá af
sér hina ágætustu verslunarvöru sem fæst í íslenskum brennisteinsnámum;
en það er örðugt að finna þá, og þeirra er hvorki leitað af nægum dugnaði
né kunnáttu. Sumarið 1839 sýndu borunartilraunir, sem hér voru gerðar, að
oft verður að leita brennisteinsins á 2 til 3 feta dýpi, algerlega á kafi í möl
og leir, og getur hann á slíkum stöðum legið í stórum, þéttum hellum, 4 til
8 þumlunga þykkum, að slepptum lausa mjölbrennisteininum sem þar ligg-
ur undir.
Fremrinámar eru svo gjöfulir og afraksturinn svo góður fyrir brenni-
steinsgrafarana, að þeir láta ekki hinn langa veg, 12 mílur, fæla sig frá né
heldur veðráttuna sem oftast nær er slæm þar uppi í óbyggðum, heldur
sækja þeir fúsir þangað eins margir og leigjendur námanna leyfa, og fremur
þangað en til hinna námanna er nær liggja; og enda þótt þeir fái fjórðungi
hærri laun fyrir varninginn en vant er, sýnist það alls ekki duga til að vega
upp aukna fyrirhöfn þeirra og hestabrúkun.