Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 28
26
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
innar, enginn skörungur í skapi, en alt um það frumkraftur, höf-
uðskepna, kaghýddur, lurkum laminn stólpagripur, angistarfull
barnssál og síþyrstur brennivínssvelgur, líf hans alt eymd og kvalir
nema rétt á meðan víman mýkti þrautirnar og hressti upp á kjark-
inn.“17 Leikdómari Vísis, Guðbrandur Jónsson, telur leikinn hafa
verið of fágaðan og saknar þeirrar kímni „sem á dönsku er kölluð
’Humör’“.18 Honum finnst leikarinn ekki ná að skila hinu dýrslega og
álítur hann ekki efni í gamanleikara. Ekki verður sagt, að prófessor
Guðbrandur hafi þar reynst sannspár.
Blaðadómarar eru hins vegar nokkuð á einu máli um, að Þorsteini
hafi ekki tekist vel upp í hlutverki Dags Vestan í Straumrofi Halldórs
Kiljans Laxness, sem var næsta verkefni félagsins. Kristján Alberts-
son segir hann hafa leikið það „þunglamalega og einlátt“ og telur hann
ekki fallinn til að leika elskhuga.19 „x-y“ í Alþýðublaðinu, þ. e. Haraldur
Björnsson, segir leik hans hafa verið kraftlausan og litlausan og í mestu
átökunum hafi hann staðið algerlega utan við hlutverkið. „Allir ættu að
geta séð, hvað fráleitt er, að maður með hans útliti leiki elskhuga.
Falleg hárkolla hefði ekki verið úr vegi.“20
Starfsmaður Ríkisútvarps
Hlutverk Þorsteins hjá L. R. næstu tíu ár og reyndar allt fram undir
1950 voru fremur fá og flest smá, þó að nokkur breyting yrði á því
eftir miðjan fjórða áratuginn. Þetta á sér að talsverðu leyti ytri orsak-
ir, þó að það muni reyndar síst ofmælt, að Þorsteini væri ekki vel
tekið af þeim sem þá réðu mestu innan félagsins. Árið 1930 tók Rík-
isútvarp til starfa í Reykjavík. Þangað réðst Þorsteinn aðstoðarþulur
árið 1935 og síðar aðalþulur 1940. Á þessum árum var ekki útvarpað
samfelldri dagskrá frá morgni til kvölds eins og síðar, heldur var að-
alútvarpstíminn á kvöldin, en það var einmitt sá tími, sem leikarar
L. R., sem flestir voru bundnir við borgaraleg störf á daginn, höfðu
til æfinga og sýninga. Þarna varð því býsna óþægilegur árekstur og
bætti ekki úr skák, að húsbóndi Þorsteins, Jónas Þorbergsson út-
varpsstjóri, var þess alls ófús að leyfa þulnum að skreppa frá vinnu
tíma og tíma til að sinna hugðarefni sínu. Gerðist nú fátt með þeim
Jónasi og bætti ágreiningur vegna ráðningarmála ekki úr skák. Varð