Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 80
78 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI bernskuslóðirnar. Þegar þangað er komið kemst maðurinn að því að þar er allt breytt og heimur bernskunnar er aðeins til í huga hans sjálfs. í endurminningum sínum, í barndómi (1994), sem komu út að henni lát- inni, endurskapar Jakobína bernskuheim sinn í ákaflega fallegum og ljóð- rænum texta. Jakobína hefur bókina á heimsókn í heimahagana norður í Hælavík en ólíkt Pétri Péturssyni fer hún í sína heimsókn í huganum: Hugsaði mér að ég væri að koma til Hælavíkur úr fjarveru í heimsókn til foreldra og systkina, [-] Af Arholtinu horfði ég heim að bænum, enn var hann á sínum stað. (5) í huga hennar er bærinn ennþá til, eins og hann var. Þótt hún viti vel að í raunveruleikanum er hann hruninn sér hún hann og umhverfi hans í huga sér og gengur inn, en uppgötvar þá bitra staðreynd um hverfulleika minnis- ins: vel vissi ég að í rauntímanum var bær bernsku minnar orðinn rúst, hruninn og að mestu horfinn á vit moldar eins og ég yrði einnig innan skamms. En að ég rataði ekki um þann bæ sem einu sinni var, því trúði ég varla, þó ég vissi að minnið er svikult. Og ég sætti mig ekki við þetta sem mér hafði alla tíð, á öllum mínum flækingi um tíma æviára minna virst sjálfsagt, að ég hlyti að rata um þennan bæ, þótt svo ég yfirgæfi hann að fullu sautján ára gömul. (5-6) Að hún rati ekki um bæinn í huganum er staðreynd sem hún hafði alltaf talið fráleita og sem hún sættir sig ekki við. Þess vegna leitar hún til þeirra sem eftir lifa af þeim sem þekktu bæinn. Minni þeirra er álíka svikult og hennar en hver og einn getur lagt brot af mörkum og þeim brotum raðar Jakobína saman: En þeim var líkt farið. Og þó, - einn rataði um ákveðna hluta bæjarins, annar um aðra. Þannig tíndust til brot eitt af öðru, smáhlutar eins og í púsluspili. Vandinn hinn sami, að raða þeim rétt saman svo að úr yrði heil mynd. Þetta er ég enn að berjast við, veit að myndin verður aldrei alveg fullkomin, aldrei framar mun ég rata um þennan bæ, aldrei koma brotunum svo saman, að myndin verði rétt og heil. Samt get ég ekki hætt. (6) Hún veit að myndin af bænum verður aldrei rétt og heil, minningabrot úr mörgum áttum verða aldrei heill bær sem hægt er að rata um með vissu og samt getur hún ekki hætt að raða brotunum. Myndin sem fæst verður skáldleg endursköpun gamla bæjarins og ræðst af því hvernig brotunum er raðað saman, en hún verður aldrei nákvæm eftirlíking bæjarins, hvað þá að hún verði bærinn sjálfur. Þannig er frá upphafi bókar ljóst að minningarnar eru tilraun til að fanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.