Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 163

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 163
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 161 höfðu stjórnvöld látið reisa þar myndarlegt íbúðarhús, steinhús í bursta- bæjastíl. Þangað fluttist nú Guðmundur með fjölskyldu sína. Hér verður ekki rakin í einstökum atriðum starfssaga Guðmundar Dav- íðssonar á Þingvöllum. Eins og vænta mátti gegndi hann umsjónarstörfum þar af áhuga og skyldurækni. Bændum í sveitinni þótti hann óþjáll nokkuð og verja þjóðgarðinn af helst til mikilli hörku. En þar fylgdi Guðmundur þeirri sannfæringu sinni, sem hann hafði löngu áður orðað þannig í blaða- grein, að Þingvellir þyrftu að verða „friðlýstur þjóðskemmtigarður íslands, til gleði fyrir þjóðina," þar sem „engum prívatmanni eða félagi má leyfast að reisa þar nokkurt mannvirki.“ Þótt mikið væri að starfa hjá þjóðgarðsverði, allt frá því er endurbæta þurfti girðingar á vorin og langt fram á haust, fór ekki hjá því að vetrar- tíminn í einangrun Þingvalla reyndist Guðmundi drjúgur til lestrar og rit- starfa. Eins og löngum áður og síðar voru viðfangsefnin náttúra Islands í ýmsum myndum og umgengni manna um hana. Auk margra blaðagreina sendi hann frá sér á þessum árum tvo bæklinga um þessi efni. Hét annar þeirra Handbók fyrir almenning, en hinn Náttúruvernd I. Tilgangur Guðmundar með samningu rita þessara og fjárútláta til útgáfu þeirra var sá, að fræða almenning og leiðbeina um skógrækt, dýrahald, fuglafriðun og nauðsyn þess að stofnað yrði náttúruverndarfélag. í þessum ritum og blaðagreinum frá svipuðum tíma eru fuglaverndarmál einna fyrir- ferðarmest í skrifum Guðmundar. Kemst hann þá stundum í ádeiluskap og gerist skorinorður. Þeir menn sem temja sér villifugladráp, hvort heldur í atvinnuskyni eða sér til „skemmtunar“, fá víða orð í eyra hjá þjóðgarðs- verði. Telur hann að slíkt athæfi beri vott um menningarskort og hrotta- skap, hversu miklum gáfum sem byssumenn þessir kunni að vera gæddir. Guðmundur segir: „Veiðimaðurinn þjónar villimannseðlinu, meðan hann er að murka lífið úr saklausum fuglum. Hann hefur enga meðaumkun með þeim og skoðar þá jafn-tilfinningalausa og dauðan hlut. Hann gerir sér enga grein fyrir að fuglar séu gæddir móðurást og tengdir innbyrðis vináttuböndum á svipaðan hátt og skynsemi gæddar verur. Hann skilur ekkert í því að fuglar þurfi að leggja mikið á sig til að berjast fyrir lífinu, sem hann rænir þá. Hann þekkir ekkert inn í lifnaðarhætti fugla og álítur þá engan tilverurétt hafa, heldur aðeins skapaða handa mönnum að drepa þá. Hann hefur enga hugmynd um að fuglarnir, lifandi og í fullu fjöri úti í náttúrunni, glæði fegurðar- tilfinningu óspilltra manna og geti verið þeim til yndis og ánægju. Hann notar sunnudaga sem aðra daga vikunnar til fuglaveiða og hefur ekki hug- mynd um að hann er að fremja helgidagsbrot. Og þeir sem eru sjónarvottar að þessari helgidagaiðju, eru svo andlega sljóir að enginn vítir hana eða kærir. 11 Andvari '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.