Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 148
146
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARl
Reykjavíkur ásamt nemendum Kennaraskólans fyrir því, að vorið 1911 var
haldinn svonefndur skógræktardagur, í hundrað ára minningu Jóns Sig-
urðssonar forseta. Var það fyrsti dagur hér á landi með því nafni, sem ung-
mennafélagar helguðu sérstaklega skógræktinni. Gróðursett var hjá skíða-
braut Ungmennafélags Reykjavíkur í Öskjuhlíð og hjá Vífilsstaðahæli.
Að loknum sumarstörfum 1911 við skógræktina við Rauðavatn og á Þing-
völlum, hætti Guðmundur umsjónarstörfum þar á vegum skógræktarstjóra,
vegna þess að landsstjórnin hafði lækkað mjög þann styrk sem skógræktin
fékk til að láta vinna fyrir. En eftir sem áður starfaði Guðmundur að leið-
beiningum um skógrækt fyrir ungmennafélögin. Mun það að mestu leyti
hafa verið ólaunað sjálfboðastarf.
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hafði orðið svo hrifinn af skógræktar-
áhuga þeim sem ungmennafélögin sýndu, að hann gaf þeim fagran og all-
stóran skógarteig við Sogið, sem síðar hlaut nafnið Þrastaskógur. Þetta
Iandsvæði girti Guðmundur fyrir ungmennafélögin.
Við fjölbreytt störf sín að skógræktarmálum hafði Guðmundur fundið
mjög til þess, hversu bagalegt það var að hafa ekki tiltækar skráðar leið-
beiningar á íslensku um skógrækt, sem hægt væri að láta í hendur áhuga-
mönnum. Varð það úr, í samráði við forustumenn Ungmennafélags íslands,
að hann tók saman allstóran bækling, er hlaut nafnið Skógræktarrit. Kom
það út 1912, á kostnað ungmennasambandsins, og var útbýtt sem fylgiriti
með blaði þess, Skinfaxa.
Þetta er vandað rit og vel samið, 64 bls. að stærð. Það er í fjórum köflum.
Er í hinum fyrsta yfirlit um sögu skóga á íslandi, um áhrif þeirra á landið,
jarðveg þess og veðráttu, um hver not séu af skógi og hversu ræktun hans
svari kostnaði þegar fram líði stundir. í öðrum kaflanum eru margskonar
leiðbeiningar um skógrækt, bæði hverjar trjátegundir beri að velja til gróð-
ursetningar hér á landi og hvaða aðferðir skuli hafa við gróðursetningu,
eftirlit og viðhald skógar. í þriðja kafla ræðir höfundur um trjágarða og
skjólgarða og um „skógféndur“, einkum sauðfé og geitur, svo og eld,
maðka og sníkjusveppi. Fjórði og síðasti kafli fjallar um sérstaka skóg-
ræktardaga, sem Guðmundur telur að geti komið miklu góðu til leiðar, ef
almennir yrðu. Segir hann hugmyndina að slíkum dögum eiga upptök sín í
Bandaríkjunum, þar sem þeir hafi valdið straumhvörfum í viðhorfi almenn-
ings gagnvart skógum. Þar sem þeir hafi áður sætt hrottalegri meðferð, ver-
ið höggnir miskunnarlaust og brenndir, sé nú víða í því mikla landi ríkjandi
verndar- og ræktunarstefna. Slík hugarfarsbreyting þyrfti að verða hér á
landi. Væri æskilegt að tilraun ungmennafélaga í Reykjavík síðastliðið vor
til að hefja hér slíka nýbreytni yrði upphaf almenns skógræktardags í öllum
héruðum landsins, með sem almennastri þátttöku. Heitir Guðmundur á