Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 72

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 72
70 RAGNHILDUR RICHTER ANDVARI Sagan gerist í náinni framtíð. Sögumaður er sópari í fjölþjóðlegri verk- smiðju og er öll sagan samtal hans við vinnufélaga sinn sem segir þó aldrei orð. Dregin er upp dökk mynd af samskiptum íslendinga við erlent auð- vald. íslendinga skortir alla sjálfsvirðingu og lúta hinu erlenda auðvaldi í einu og öllu. Sögumaður lætur stundum í veðri vaka að hann láti ekki bjóða sér hvað sem er, ef fram af sér gangi láti hann í sér heyra þótt það kosti hann vinn- una. En öllum er ljóst, sögumanni, vinnufélaga hans og lesendum öllum, að hann mun aldrei aðhafast neitt sem styggt gæti hina erlendu herra og ógn- að öryggi hans. Og það sama er að segja um vinnufélaga hans, alla nema Ófeig. Ófeigur var fenginn til þess að halda ræðu á árshátíðinni í vetur og þar kom hann skoðunum sínum á framfæri: Standa vörð um þjóðararfinn, sagði hann, lifum á hættutímum, sagði hann, andlegum hættutímum. Og verksmiðjurnar hérna voru stórhættulegar, skildist manni! Ég segi fyrir mig, ég var að hugsa um að ganga út, en fyrst allir sátu kyrrir gat ég eins setið líka. En ef ég hefði farið, ef einhver einn hefði farið, þá hefði skriðan komið á eftir, hver einasti maður. Þvf þeir fáu sem kannski hugsa eitthvað líkt og hann hefðu ekki þorað að sitja, vitað hvað þeir áttu á hættu, allir vinnandi hér. (26-27) Þannig sér sögumaður vinnufélaga sína fyrir sér, alla nema Ófeig. Þeir ótt- ast að missa vinnuna, sem þrátt fyrir allt veitir þeim öryggi, ef þeir taka undir skoðanir sem Hringnum eru ekki þóknanlegar. Það eru ekki samskiptin við erlenda auðhringinn sem slævt hafa sjálfs- virðingu og dómgreind sögumanns í Snörunni. Það gerðist löngu fyrir daga Hringsins. Átakanlegasta sagan sem hann segir úr fortíðinni er sagan af því þegar vinur hans, hermaðurinn Bobbi, nauðgaði Ingu systur hans og hann fylgdist sjálfur með án þess að aðhafast neitt: - og kvenfólk lætur oft eins og djöfullinn, bara til að æsa upp í mönnum náttúruna. En svo veinaði hún á mig - mig - en hvað gat ég gert? Þeir hefðu getað beitt byssum eða hnífum. (57-58) Þarna er það ekki hinn erlendi auðhringur sem lamar sögumanninn af ótta heldur á óttinn sér aðrar rætur. Hann þorir ekki að bregðast við neyðarópi systur sinnar af því að hann veit ekki hvað það getur kostað sig, „þeir hefðu getað beitt byssum Ótti hans við valdið er slíkur að það þarf aldrei að beita því, tilhugsunin um refsingu heldur aftur af öllum tilburðum hans í átt til sjálfsvirðingar. Inga systir hans æpir á hjálp og bregst þannig við hættunni, sjálfur getur hann ekki brugðist við nema á líkamlegan og ósjálfráðan hátt: Hvað gerði ég? Ég ældi heilan djöfuldóm, fyrst í forstofunni og svo fyrir utan húsið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.