Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 105
ANDVARI
UM HVAÐ ER LEIKRITIÐ FJALLA-EYVINDUR?
103
lok.10 Líkt hafa sum ljóð Jóhanns og fjölmargra annarra skálda orðið til, og
er það alþekkt. I einni kompu úr þessum gögnum með hendi skáldsins er
setning, sem hann er að móta í nokkrum útgáfum, uns hún kemur fram
sem lokasetning leiksins Dr. Rung og er svohljóðandi: „Hinn mikli and-
stæðingur minn kemur með gleymskuna í höndum sér sem rauð, blikandi
vínber.“ Þannig myndir henti Jóhann á lofti og skaut upp sem orðspjótum í
samtölum við vini sína, að því er skilið verður á frásögnum samtímamanna
hans.11 En þetta stílbragð höfundar í Dr. Rung er samtvinnað grunnhugsun
verksins og óneitanlega hyllist maður til að líta á það sem kveikju verksins,
þó að vinna Jóhanns á rannsóknarstofu í dýralækningum hafi haft áhrif á
umhverfi leiksins. í sömu gögnum er samtal úr Bóndanum á Hrauni milli
Jórunnar og Sveinunga, og þar er líking um hraun sem brennur og hver
stýri því; ekki er frágangssök að sú mynd hafi verið fyrsta kveikja leiksins
áður en höfundi varð ljóst hvort það var eldgos eða jarðskjálfti sem ylli
hinum ytri umbrotum leiksins og hleypti atburðarásinni af stað.
En frá einni slíkri mynd, þó frumkveikja sé, er auðvitað langt í fullskap-
að leikverk. í frumuppkasti að Fjalla-Eyvindi í sömu gögnum heita aðal-
persónurnar Grímur og Dísa og þar er annað þema: skírsl, sem höfundur
hefur hugsað sér sem forsendu þess, að þau flýja til fjalla. Þarna hefur Jó-
hann hripað niður sundurliðaðan efnisútdrátt fyrsta þáttar á íslensku og
fyrstu samtölin úr 2. þætti ásamt sviðslýsingu, allt á dönsku. Annar þáttur
sýnir stríð ungra útilegumanna, karls og konu í kofa í stórhríð og er því lík-
ur 4. þætti sem síðar varð. Að um sömu persónur er að ræða, sést á því að
þær breyta um heiti í miðjum skrifum, höfundur gleymir sér á einum stað í
efnisyfirlitinu og kallar kvenhetjuna Höllu.
Öll þessi tilurðarsaga er flókin og forvitnileg og of langt mál að gera
hana að umtalsefni hér nema að því er varðar endanlega byggingu verks-
ins. Toldberg ræðir hana nokkuð í bók sinni, og sama gerði greinarhöf-
undur í óprentaðri prófritgerð við Stokkhólmsháskóla 1958, að ábendingu
Sigurðar Nordals. En af efnisniðurröðun í þessum gögnum, með saman-
burði t. d. við þekkta tímasetningu í vinnu höfundar að Bóndanum á
Hrauni, þarámeðal atriðið, sem hér var drepið á, er ljóst, að meðgöngutími
leiksins er langur. Hvort frumdrögin eru rituð í Kaupmannahöfn fyrir 1908,
þegar skáldið fór heim til að leita gagna og skoða staði, skal látið ósagt.
Hitt er og til, að öll eiginleg skrif fari af stað, eftir að til íslands kemur og
bæði Jónas frá Hrafnagili og íslensk náttúra beina honum inn á endanlegar
brautir, eins og haldið hefur verið fram.12 Þetta er í rauninni ekki aðalatriði.
Það sem kemur skýrt fram og er kjarni málsins er sú staðreynd, að þegar
verkið er að mótast í huga skáldsins, er það ekki ástin og hungrið eitt, sem
er dramatísk driffjöður, heldur er Jóhann einnig að fjalla um önnur þemu,