Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 164
162
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Hér á landi iðka menn fugladráp á öllum aldri og af öllum stéttum. Jafn-
vel eru dæmi til að prestar taki sér byssu í hönd eins og aðrir og gerist
veiðiþjófar. Og eftir einum er haft að byssan hafi verið einn sá þarfasti
hlutur, sem hann flutti með sér á prestssetrið - líklega að undanskilinni
hempunni, þó að hann tæki það ekki fram. Nærri má geta, hver áhrif það
hefur á skoðun manna - einkum æskulýðsins - á fugladrápi, þegar andlegi
leiðtoginn gengur á undan öðrum með slíku fordæmi. Pað er engum fugla-
morðingja afsökun, þó að segja megi að hann sé ekki verri maður á öðrum
sviðum en sá, sem aldrei særir fugl. Drápiðjan er honum jöfn ástríða fyrir
því. Hann hefur nautn af henni og vill ógjarnan leggja nokkuð á sig til að
bæla hana niður.“
Þegar Guðmundur sendi frá sér Náttúruvernd I, gat hann þess í eftirmála
að ætlun sín væri að halda áfram slíkri útgáfu, svo framarlega sem þetta
fyrsta hefti fengi sæmilegar undirtektir. Væri sér efst í huga eins konar
tímarit, þar sem leitast væri við „að taka málstað olbogabarna og smælingja
í náttúru Islands, sem hingað til hafa notið lítilsvirðingar og miskunnar-
leysis hjá almenningi. Undir því er komið, hvenær næsta bók kemur út,
hvernig þessari verður tekið.“
Ekki mun Guðmundi hafa orðið að þeirri von sinni að kaupendur sýndu
ritinu áhuga. Salan varð víst sáralítil og ekkert blaðanna vakti athygli á
framtakinu. Úr frekari tímaritsútgáfu af hálfu Guðmundar varð því ekki,
en upplagi bæklingsins mun hann að mestu hafa dreift ókeypis.
Næstu ár birtust í Tímanum, Alþýðublaðinu og víðar greinar um nátt-
úruvernd eftir Guðmund. Einkum verður honum tíðrætt um hernaðinn
gegn rjúpunni, veiðar bjargfugla og annarra sundfugla. Falla sem áður þung
orð í garð skotveiðimanna. Skógrækt er Guðmundi jafnan ofarlega í huga
og ræðir hann m.a. um það, með hverjum hætti vekja megi hjá ungu kyn-
slóðinni áhuga á málinu og fá hana til að leggja þar hönd á plóginn. Hér
verður efni þessara greina ekki rakið nánar, en þó er ástæða til að nefna
langan greinaflokk, sem Guðmundur fékk birtan í Alþýðublaðinu 22. maí
til 3. júní 1935. Bar hann nafnið: Hvað verður um hlunnindi íslands? Er
greinaflokkur þessi allrækilegt yfirlit um alla þá þætti náttúruverndar, sem
höfundur bar fyrir brjósti, að sínu leyti hliðstæður ritgerðinni Rán eða
ræktun frá 1923.
Undir lok greinaflokksins kemur Guðmundur fram með þá nýstárlegu
hugmynd að hér starfi föst ráðgjafar- og eftirlitsnefnd um náttúruvernd.
Leggur hann til að fimm menn eigi sæti í nefndinni, en hún sé skipuð af rík-
isstjórn, samkvæmt heimild frá Alþingi. Fyrsta verkefni nefndarinnar ætti
að vera endurskoðun fuglaverndunarlaga, en gera þurfi gagngerar endur-
bætur á þeim. Síðan yrði það aðalverkefni nefndarinnar „að rannsaka á
hvern hátt yrði hægt að halda við hlunnindum landsins, bæði á sjó og