Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 155

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 155
ANDVARI RÁN EÐA RÆKTUN 153 sitt hafi einkum verið í því fólgið að bæta helstu spellvirki sem unnin hefðu verið á staðnum. Aðalveginum hefði verið breytt, nýir troðningar teknir af og reynt að græða upp vegarstæðin. Þá hefðu bæði efri og neðri vellirnir verið girtir og ýmislegt fleira lagfært. Telur Guðmundur þörf miklu meiri og víðtækari friðunaraðgerða, ef vel ætti að vera. Skógarleifarnar í Þing- vallahrauni séu í bráðri hættu, en allir fjórtán bæir í Þingvallasveit sæki þangað skóg til eldiviðar. En í stað aukinnar friðunar var starf umsjónarmanns lagt niður í sparn- aðarskyni næsta vor. Taldi Guðmundur þá ákvörðun hafa verið tekna vegna þrýstings frá bændum í sveitinni, sem kusu að hagnýta Þingvallar- svæðið til beitar og skógarhöggs, líkt og verið hafði. Boðskapur Guðmundar um þjóðgarð á Þingvöllum virtist því hafa fallið í grýttan jarðveg. En 15 árum eftir að tillagan var fyrst fram borin, varð hún að veruleika. Þá var gamall samstarfsmaður Guðmundar úr ungmennafé- lagshreyfingunni, Jónas Jónsson frá Hriflu, orðinn einn valdamesti maður landsins. Frá því greinir síðar. 4 Á þriðja, fjórða og fimmta áratug þessarar aldar var Guðmundur Dav- íðsson óþreytandi að brýna náttúriivernd fyrir löndum sínum. Kjarninn í boðskap hans var sá, að eigi ekki illa að fara verði maðurinn að leggjast á sveif með náttúrunni og hverfa frá rányrkju, en vinna að ræktun á sem flestum sviðum. í fjölda greina og ritgerða lýsti hann því með sterkum orð- um og áhrifamiklum frásögnum, hve mjög hefði verið níðst á landinu frá landnámstíð og fram til þessa dags. Landsmenn eigi sjálfir mesta sök á því að ættjörðin sé nú „með brjóstin visin og fölar kinnar“. Greinar Guðmundar um þessi efni birtust í ýmsum blöðum og tíma- ritum, Alþýðublaðinu, Tímanum, Ægi, Rétti og Tímariti samvinnufélag- anna. Efni greina þessara var margvíslegt. Þar var fjallað um friðun Þingvalla og um þjóðgarða (margar greinar), skógeyðingu og skógrækt, fugladráp (hernaðinn gegn rjúpunni, gereyðingu fálkans), rányrkjuna á hafinu, bölv- un botnvörpunnar, útrýmingu hvala, nauðsyn stórfelldrar fiskiræktar. Er þá einungis hið helsta talið. Guðmundi var jafnan mikið niðri fyrir, og stundum gerðist hann næsta stóryrtur. Eins og við mátti búast, egndi það ýmsa upp gegn honum og boðskap hans. Frá bændum og fleirum, svo sem fuglaveiðimönnum, mun hann oft hafa fengið óþvegið orð í eyra; ekki væri takandi mark á öfgum hans og sleggjudómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.