Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 79

Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 79
andvari „ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR“ 77 Þó er aðeins eitt sem skiptir máli: Framundan er heiðin. Og handan hennar áfanga- staður. Hvað hann vill þangað er honum ekki Ijóst. Eitthvað mikilvægt er þar. Upp- hafið? Upphaf villunnar. Einhversstaðar hlýtur að vera slóð, varða við slóðina. Og framundan er heiðin - (80) Það sem hann vonast til að finna handan heiðarinnar, heima, er staðurinn þar sem hann vék af réttri leið og glataði samhenginu við sjálfan sig og uppruna sinn. Hann trúir því að hann geti rakið sig til baka, einhvers staðar hljóti hann að finna varðaða slóð. En hann kemst að því að svo er ekki, sá staður sem hann kallar heima er ekki lengur til. Staðurinn sem hann saknar og leitar að er heimur bernsk- unnar og er ekki síður háður tíma en umhverfi, hann er einungis til í minn- ingunni. Þetta byrjar að renna upp fyrir Pétri þegar hann kemur niður af heiðinni og nálgast heimahagana: Þú gengur framhjá Bæjunum, þótt þú sjáir að enn er búið þar. Þar eru komin ný hús, túnin hafa stækkað, flest er öðruvfsi en áður, kannski allt. (173-174) Þegar hann er kominn heim verður honum ljóst að það var ekki staðurinn sem hann saknaði, þar er ekkert eins og það var, svo Pétur gengur framhjá og út með firði, í kaupstaðinn. í ópersónulegu hótelherbergi þar sem hann gistir undir dulnefni rennur upp fyrir honum hvar hann naut öryggis og hann vitjar leiðis móður sinnar til að endurheimta öryggið: Er mamma þá hér? Lík hennar, það er hér, djúpt, djúpt niðri í moldinni rotnar sá lík- ami sem bar þig undir brjósti, hönd sem gældi, sló, hjúkraði, faðmur sem veitti full- komið, alsælt öryggi. Nei, ekki sá faðmur. Hann er annarsstaðar, að baki, í liðinni tíð, ásamt unaði morgunstundanna þegar mamma sat á rúmstokk í týndu húsi, greiddi gulljarpt hárið, fléttaði það í tvær fléttur, brá síðan fléttunum í tvöfaldan sveig um höfuðið og tyllti afganginum í hnakkanum með hárnálum. Þú stendur hér aleinn og ringlaður milli þess sem var og lifir enn í þér, og þess sem er ekki, heldur rotnar hægt en án afláts djúpt niðri í moldinni. [-] En mamma, hún er ekki hér. Hvar er hún þá? Hvar er allt sem var? Hver ert þú og hvar ert þú staddur? Hvert ætlar þú? Þú veizt það ekki. En þú ætlar að setja blóm á leiði mömmu. (179-180) Hér er Pétri orðið ljóst að öryggið sem hann leitar er að eilífu glatað. Það tilheyrir heimi bernskunnar og þangað er aldrei hægt að hverfa aftur. Þegar hér er komið er Pétur kominn í blindgötu og sér hvorki leið áfram né til baka. Vanmáttug tilraun hans til að endurheimta öryggi bernskunnar og finna samhengi í lífi sínu endar í sturlun. Þegar hann fær hvergi lifandi blóm til að setja á leiði móður sinnar ræðst hann á afgreiðslustúlku í versl- un, er yfirbugaður og fluttur í böndum á sjúkrahús þar sem hann er spraut- aður niður. Ekki er hægt að endurheimta heim bernskunnar með því að fara á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.