Andvari - 01.01.1995, Side 79
andvari
„ALLAR GÓÐAR SKÁLDSÖGUR ERU SANNAR“
77
Þó er aðeins eitt sem skiptir máli: Framundan er heiðin. Og handan hennar áfanga-
staður. Hvað hann vill þangað er honum ekki Ijóst. Eitthvað mikilvægt er þar. Upp-
hafið? Upphaf villunnar. Einhversstaðar hlýtur að vera slóð, varða við slóðina. Og
framundan er heiðin - (80)
Það sem hann vonast til að finna handan heiðarinnar, heima, er staðurinn
þar sem hann vék af réttri leið og glataði samhenginu við sjálfan sig og
uppruna sinn. Hann trúir því að hann geti rakið sig til baka, einhvers staðar
hljóti hann að finna varðaða slóð.
En hann kemst að því að svo er ekki, sá staður sem hann kallar heima er
ekki lengur til. Staðurinn sem hann saknar og leitar að er heimur bernsk-
unnar og er ekki síður háður tíma en umhverfi, hann er einungis til í minn-
ingunni. Þetta byrjar að renna upp fyrir Pétri þegar hann kemur niður af
heiðinni og nálgast heimahagana:
Þú gengur framhjá Bæjunum, þótt þú sjáir að enn er búið þar. Þar eru komin ný hús,
túnin hafa stækkað, flest er öðruvfsi en áður, kannski allt. (173-174)
Þegar hann er kominn heim verður honum ljóst að það var ekki staðurinn
sem hann saknaði, þar er ekkert eins og það var, svo Pétur gengur framhjá
og út með firði, í kaupstaðinn. í ópersónulegu hótelherbergi þar sem hann
gistir undir dulnefni rennur upp fyrir honum hvar hann naut öryggis og
hann vitjar leiðis móður sinnar til að endurheimta öryggið:
Er mamma þá hér? Lík hennar, það er hér, djúpt, djúpt niðri í moldinni rotnar sá lík-
ami sem bar þig undir brjósti, hönd sem gældi, sló, hjúkraði, faðmur sem veitti full-
komið, alsælt öryggi. Nei, ekki sá faðmur. Hann er annarsstaðar, að baki, í liðinni tíð,
ásamt unaði morgunstundanna þegar mamma sat á rúmstokk í týndu húsi, greiddi
gulljarpt hárið, fléttaði það í tvær fléttur, brá síðan fléttunum í tvöfaldan sveig um
höfuðið og tyllti afganginum í hnakkanum með hárnálum. Þú stendur hér aleinn og
ringlaður milli þess sem var og lifir enn í þér, og þess sem er ekki, heldur rotnar hægt
en án afláts djúpt niðri í moldinni. [-] En mamma, hún er ekki hér. Hvar er hún þá?
Hvar er allt sem var? Hver ert þú og hvar ert þú staddur? Hvert ætlar þú? Þú veizt
það ekki. En þú ætlar að setja blóm á leiði mömmu. (179-180)
Hér er Pétri orðið ljóst að öryggið sem hann leitar er að eilífu glatað. Það
tilheyrir heimi bernskunnar og þangað er aldrei hægt að hverfa aftur. Þegar
hér er komið er Pétur kominn í blindgötu og sér hvorki leið áfram né til
baka. Vanmáttug tilraun hans til að endurheimta öryggi bernskunnar og
finna samhengi í lífi sínu endar í sturlun. Þegar hann fær hvergi lifandi
blóm til að setja á leiði móður sinnar ræðst hann á afgreiðslustúlku í versl-
un, er yfirbugaður og fluttur í böndum á sjúkrahús þar sem hann er spraut-
aður niður.
Ekki er hægt að endurheimta heim bernskunnar með því að fara á