Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 101
andvari
FERÐIR AÐ KRÖFLU- OG FREMRINÁMUM
99
Vegurinn liggur sem sé sífellt á fótinn, yfir hraunhafið, er eitt sinn ólgaði
með logandi öldum, í átt að hvítri fjallstrýtu sem táknar leiðarenda.
Skyndilega stendur maður að óvörum á brúninni á stórum og djúpum,
sporöskjulaga dal; hann er umlukinn á þrjár síður af háum, ókleifum
hamraveggjum, en á einn veginn, að austanverðu, er snarbrött fjallshlíð,
skriðurunnin, og þar efst rís hvíti fjallstindurinn, sem áður var nefndur, og
drottnar yfir umhverfinu.
Dalur þessi er hinn kunni Ketill, sem öldum saman hefur gefið af sér
ágætasta efnið til brennisteinsvinnslunnar á Húsavík. Hann er á að giska
hðlega 100 faðmar að þvermáli og um það bil 20 faðmar á dýpt. Hann er
augsýnilega leifar af ógnarlegum eldgíg sem nú er fallinn saman. Áður
spúði hann úr sér, ásamt fáeinum svörtum eldstóm sem enn rýkur úr og
hggja í röð norðan hans, hinum miklu hraunum sem að hluta til er farið yfir
á leiðinni hingað. Pau fylla hér mikinn dal sem í norðri afmarkast af
Hvannfelli, Bláfjalli og vestar af Sellandafjalli, en í suðri af hinum langa og
breiða fjallhrygg er liggur frá austri til vesturs frá öræfunum kringum
Herðubreið, margra mílna veg. Ein kvísl þessa mikla hrauns hefur þrengt
sér gegnum Heilagsdal og áfram norðvestur yfir garðinn milli Hvannfells
°g Bláfjalls niður í Mývatnsbyggð, og lagt til drjúgan skerf af þeim hraun-
um sem hrúgast hafa þar upp, en þetta kemur ekki í ljós fyrr en nánar er að
gætt, því Heilagsdalur hefur síðar orpist þykku sandlagi, og þar undir liggur
hraunið algerlega á kafi.
Fjallstindurinn í austanverðum Katlinum gengur allbratt niður hinum
^egin ofan á sléttlendi er liggur þar miklu lægra sunnan og austan við.
Þversnið af Katlinum frá austri til vesturs myndi líta hér um bil þannig út,
horft úr suðri:
þar sem a eru upptök hrauns sem hefur runnið til vesturs, b norðanverður
Ketillinn og c fjallstindurinn, leir- og malarborinn, og grýttur. Á öllum
þallstindinum c er hitinn mjög virkur við heppileg skilyrði fyrir brenni-
steinsmyndunina. Virkustu og bestu námarnir eru vestan í honum og vita
lnn að Katlinum, þar sem þeir liggja sem breið gjörð þvert yfir alla hlíðina