Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 42
40
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
sé að herma eftir einhverjum kunnum borgara, sem ekki er nafn-
greindur.48 Agnar Bogason er, eins og stundum áður, heldur nagla-
legur í garð Þorsteins; segir persónuna einhvers konar sambland af
amtmanninum í Ævintýri á gönguför og íslenskum hreppstjóra frá
fyrri hluta 19. aldar. Auk þess sé slæm textakunnátta að verða frum-
sýningareinkenni leikarans.49
Merkasta persónusköpun Þorsteins á þessu leikári var hið treggáf-
aða afarmenni Lenni í Músum og mönnum eftir John Steinbeck.
Lenni hefur talsverða sérstöðu á ferli Þorsteins að því leyti, að hann
lék hlutverkið fyrst í útvarp árið 1943, á sviði áratug síðar og aftur í
útvarp árið 1962. Þá var leikurinn hljóðritaður og er sú hljóðritun
varðveitt. í sýningu L. R. lék Brynjólfur Jóhannesson Georg, félaga
Lenna, en Lárus Pálsson, sem stjórnaði reyndar sýningu L. R., lék
hann í bæði skiptin sem leikurinn var fluttur í útvarp. Blöð og tímarit
hafa því miður afar sjaldan hirt um að birta gagnrýnar umsagnir um
leiklistarflutning útvarpsins, en þó er það ekki með öllu dæmalaust.
Leikhúsmál Haralds Björnssonar, sem komu út á fimmta áratugnum,
fluttu þannig iðulega umsagnir um útvarpsleikrit vetrarins og í Út-
varpstíðindum, sem birtust um svipað leyti, er einnig sitthvað að
finna. T. d. kom þar lesandabréf, undirritað „S. ísafirði“ um frum-
flutning Músa og manna 1943, sem vel má vitna til hér. Isfirðingnum
þykir leikur þeirra Þorsteins og Lárusar með afbrigðum góður og
minnir á, að í útvarpsleik sé það ekkert annað en röddin og málið,
sem geti túlkað persónurnar. Hann heldur áfram: „í engum leik út-
varpsins hefur mér fundist þetta takast eins vel og með Lenna hjá
Þ. Ö. Steph. Þetta barn, risi að vöxtum og kröftum, varð manni svo
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, að maður kannaðist við þetta allt:
er hann reyndi að dylja músardrápið, - er hann var að biðja Georg
að segja sér söguna, sem hann kunni vel sjálfur, bráðlætið og óþreyj-
una eftir aðalatriðinu hans: kanínurnar, já, og svo kanínurnar. Refsi-
aðgerðirnar, - ég fer þá upp í fjöllin o. s. frv. - fábreytni þess, sem
sagt var, en margbreytni þess, hvernig það var sagt, blæbrigði tilfinn-
inganna í málhreim og tali, - allt var barnslega eðlilegt.“50 Þessi dóm-
ur bendir til þess, að hann hafi eftir aðeins um sjö ára reynslu af út-
varpsleik verið búinn að ná yfirburðatökum á þeirri sérstöku leik-
tækni, sem hljóðneminn krefst. Dómur Lárusar Sigurbjörnssonar um
þennan frumflutning Útvarpsins á Músum og mönnum í næstu Út-
varpstíðindum þar á undan er einnig afar lofsamlegur.51