Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 17
ANDVARI
ÞORSTEINN Ö. STEPHENSEN
15
staklega við þau sem hann lék bæði á sviði og í útvarpi. Vart verður
annað sagt en þessar hljóðritanir staðfesti í aðalatriðum dóma sam-
tíðarinnar um persónur eins og Róbert Belford í Marmcira, Lenna í
Músum og mönnum, Kranz í Ævintýri á gönguför, Davíð í Sumrinu
’37 og pressarann í Dúfnaveislunni, sem því miður er aðeins til lítið
brot af. Ekki má heldur gleyma því, að Þorsteinn var enn á góðum
aldri, þegar sjónvarps- og kvikmyndaöld gekk í garð. Einnig þar
skildi hann eftir sig nokkrar menjar, þó að manni finnist nú, að þær
hefðu mátt vera fleiri.
Ungur leikari mannaði sig eitt sinn upp í að spyrja leiklistarstjór-
ann, hvað þyrfti til að verða góður útvarpsleikari. Þorsteinn mun
hafa hugsað sig um nokkra stund, ræskt sig á þann hátt sem honum
einum var lagið og svarað síðan eitthvað á þessa leið: „Maður reynir
svona að leggja í þetta einhverja hugsun - já og síðan að koma henni
til skila.“ Eg veit ekki hvort leikarinn ungi var miklu nær, en víst er
að hann komst sjálfur síðar í hóp snjöllustu útvarpsleikara okkar.
Mér hefur alltaf fundist þetta tilsvar segja heilmikið um hug Þor-
steins til listar sinnar, því að skýrleiki hugsunarinnar, ásamt með tær-
leik tilfinningarinnar, voru þau gildi sem þar ríktu ofar öllu öðru.
Uppruni og œska
Þorsteinn Ö. Stephensen fæddist að Hurðarbaki í Kjós 21. desember
1904. Foreldrar hans voru Ögmundur Hansson Stephensen og kona
hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Foreldrar Ögmundar voru Hans Steph-
ensen, bóndi á Hurðarbaki, og kona hans Guðrún Ögmundsdóttir.
Ingibjörg var ættuð úr Borgarfirði, dóttir Þorsteins Péturssonar,
bónda á Högnastöðum í Þverárhlíð, og Sigríðar Magnúsdóttur, konu
hans. Var Þorsteinn annað barn Ögmundar og Ingibjargar af sjö. Þar
af náðu sex fullorðinsaldri og eru þrjú enn á lífi.
Ögmundur var maður ættgöfugur, þótt ekki teldist hann sjálfur til
tignarmanna, þriðji maður frá Stefáni amtmanni Stephensen á Hvít-
árvöllum. Þarf ekki að virða lengi fyrir sér myndir af þeim Ingibjörgu
til að sjá, að Þorsteini hefur í útliti svipað mun meir til móður sinnar
en föður. Frá henni hefur hann trúlega einnig haft þá ást á skáld-