Andvari - 01.01.1995, Blaðsíða 128
ÁRMANN JAKOBSSON
Ástvinur Guðs
Páils saga byskups
í Ijósi hefðar
Byskupinn og hinn heilagi staður
Hann hafði þá út með sér tvo glerglugga að færa kirkjunni í Skálholti, festarmeyju
sinni andlegri, og sýndi hann þá þegar það er síðar kom enn meir fram, hvað honum
bjó í hug, hversu mjög hann vildi þá kirkju prýða, um það fram sem áður var, er hann
var til vígður þótt hún væri áður gjörvilegri og dýrlegri en hver annarra, þeirra er á
Islandi voru.1
Pegar íslendingar koma að utan hafa þeir jafnan meðferðis gjafir handa
fjölskyldu og vinum og ekki síst festarmeyjum sínum. Þar er Páll Jónsson
Skálholtsbyskup (1195-1211) engin undantekning. Hin nýja brúður hans er
honum efst í hug þegar hann kemur úr vígsluför sinni. Skálholtskirkja er
„andleg festarmey“ hans og Páll sinnir henni eins og ræktarsamur brúð-
gumi, hleður á hana gjöfum og prýðir hana.
Páls saga byskups er stutt, alls 20 kaflar. Þar af fjalla þrír um hvernig Páll
prýðir Skálholt og er þá notað hástig. Hann lætur „búa um klukkur þær er
hann lét kaupa til staðar í Skálholti er þá voru bestar á öllu íslandi“ og fær
„þann mann er hagastur var að tré á öllu íslandi" að gera stöpul sem ber af
öllum smíðum á landinu (415-16), lætur gera skrín fyrir bein heilags Þorláks
sem ber af öðrum (419) og hefur ráðið högustu smiði á landinu til að gera
altaristöflu er hann fellur frá (432). Hann býður Gissuri Hallssyni að dvelja
áfram í Skálholti sem prýðir staðinn með nálægð sinni, ekki síður en ger-
semar (411). Jafnvel í fyrstu byskupsmessu gerir Páll sérstaka virðingu „til
síns stóls og sinnar kirkju, umfram það sem neinn byskup hafði áður gjört“
þar sem hún er jafnframt fyrsta prestsmessa hans (414).
Páll prýðir ekki Skálholtskirkju og gefur gjafir af skrautgirni eða fordild.
Skálholtskirkja er ekki aðeins hús heldur táknar allar kirkjur, er hluti heil-
agrar kirkju sem Kristur stofnaði og lifir í á jörðu.2 Kirkjan er líkami Krists
sem kristnir menn mynda í heiminum’ og um leið musteri Guðs.4 Sérhver